Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Kvöldsólin heillar Ákveðinn ljómi hefur fylgt siglingum á Faxaflóa, hvort sem menn eru að draga björg í bú eða njóta fegurðarinnar á snekkju Pauls Allens við ytri höfnina í Reykjavík.
Árni Sæberg
Í aðdraganda
kvennadags 19. júní
sl., og allt fram til
dagsins í dag, hefur
verið mikið rætt og rit-
að um stöðu kvenna
hér á landi. Því miður
hefur sú umræða oft
verið lituð af ofstæki
svokallaðra femínista
(aðallega á vinstri
væng) og verður ekki
annað skilið á þeim en
að konur hér á landi hafi frá upphafi
verið kúgaðar af körlum, sem hafi
notað þær til erfiðustu verka svo
þeir mættu slæpast og láta sér líða
vel að hætti múslima. Hver hefur ét-
ið þennan áróður upp eftir öðrum,
karlar og konur, stjórnmálamenn og
fjölmiðlamenn, og enginn hefur þor-
að að hafa orð á því, að fleiri hliðar
en ein eru á flestum málum. Póli-
tískur rétttrúnaður stjórnar hugsun
og umræðu í þessu máli.
Kosningarétt fengu konur að vísu
seinna en karlar, sem áttu eignir, en
þær fengu hann fyrr hér en víðast
annars staðar. Allt hefur stefnt í
rétta átt í baráttu fyrir jafnrétti
karla og kvenna, og í raun er svo
komið, að konur eru á mörgum svið-
um komnar fram úr körlum í svo-
kölluðu jafnrétti.
Undir þessari síbylju hafa mér oft
komið í hug skrif Halldórs Laxness
um það, sem hann kallar matríarkat
í lokakafla Sjömeistarasögunnar
(bls. 223 og áfram), en þar segir
hann m.a.:
„Hefur ekki einlægt verið matrí-
arkat á Íslandi … þar sem kvenna-
ráð, oft leynileg, giltu mest … Í
fornsögum … er karlmaðurinn um-
fram allt fyrirvinna konunnar, en
stundum þræll; stundum þjófur
hennar eins og Hallgerður vildi gera
Gunnar, eða hleypifífl til að koma á
stað manndrápum eins og Bergþóra
gerði syni sína alla.“
Vel hefði skáldið
mátt nefna Hildigunni
Starkarðardóttur
Hvítanessfrú, sem
hvatti Flosa föður-
bróður sinn nauðugan
til að fremja eitt mesta
níðingsverk, sem forn-
sögur segja frá og
aldrei hefði verið unn-
ið, ef frýjunarorð
hennar hefðu ekki
komið til.
Þá segir Halldór
Laxness ennfremur í Sjömeist-
arasögunni: „Karlinn er óumbreyt-
anlega sá sem fer til sjós að draga
fiska, eða drukkna, nema hvor-
tveggja sé; og svo drukknaði afi
minn ásamt allri áhöfn …“
Svo mörg eru þau orð skáldsins,
og mætti margt fleira tína til, bæði
úr Njálu og öðrum ritum. Í Grinda-
vík voru í upphafi tveir bæir held ég
og hétu eftir kvenskörungum mikl-
um, Þórkötlu og Járngerði. Báðar
áttu þær eiginmenn, sem réru til
fiskjar og a.m.k. annar þeirra
drukknaði í lendingu vegna fjöl-
kynngi eiginkonu hins. Í sögnum
hafa þessir karlar ekki nöfn.
Þetta er liðin tíð og ekki meira
um það að segja, eða hvað?
Nú er svo komið málum, að áróð-
ur femínista hefur svipt konuna því
sæmdarheiti og þeirri ábyrgð-
arstöðu hennar, sem hefur verið
burðarás þjóðfélagsins um aldir.
Er þetta kvenréttindum til fram-
dráttar?
Eftir Axel
Kristjánsson
»Hver hefur étið
þennan áróður upp
eftir öðrum, karlar og
konur, stjórnmálamenn
og fjölmiðlamenn
Axel
Kristjánsson
Höfundur er lögmaður.
Matríarkat-
mæðraveldi
Mikil umræða hefur
orðið um niðurstöður
könnunar á vegum
Háskólans á Akureyri
um hvar ungt fólk á
Íslandi vilji helst
kjósa sér starfsvett-
vang – á Íslandi eða
utan Íslands. Mörgum
hefur komið mjög á
óvart sú niðurstaða,
að ríflega helmingur
unga fólksins telur
farsælla að velja ævistörf utan Ís-
lands en innan. Í kjölfarið hefur
fylgt umræða, sem fyrst og fremst
hefur byggst á sjónarmiðum eldri
kynslóða Íslendinga. Sem sé að or-
sakanna sé að leita í rýrum lífs-
kjörum á Íslandi samanborið við
nálæg lönd, í erfiðleikum ungs
fólks með húsnæðisöflun, í fleiri
atvinnutækifærum í útlöndum og
áfram eftir þessari götu. Sem sé,
að orsökin sé sú sama og hún
myndi vera í hugarheimi okkar,
eldri Íslendinga, og að „bjarg-
ráðið“ sé það sama og ef við af
eldri kynslóðinni ættum í sam-
bærilegum vandkvæðum með að
velja okkur lífsstarf innan eða ut-
an Íslands. Hagstæð húsnæð-
islánakjör muni leysa vandann!
Netheimar
Unga kynslóðin á Íslandi er alin
upp í allt annarri veröld en sú ver-
öld er, sem við af eldri kynslóðinni
þekkjum. Hún er alin upp í veröld
netheima. Mjög margt af unga
fólkinu hefur allt sitt veraldarvit
þaðan. Les ekki prentaðan texta –
hvorki blöð né bækur – hlustar
hvorki á fréttir í útvarpi né í sjón-
varpi eins og við gerum og höfum
gert en hefur allar sínar upplýs-
ingar frá samfélagsmiðlunum: fés-
bók, twitter, sms. Á þar gjarna í
það minnsta 700 trúnaðarvini á
móts við þá 8-10, sem okkur hlotn-
uðust – og segir öllum þessum 700
sín dýpstu leyndarmál.
Netheimarnir eru sú
veröld, sem er veröld
unga fólksins. Veröld
þar sem engin eru
landamæri, engin slík
skil mörkuð milli ein-
staklinga eða hópa.
Þar sem jafn auðvelt
er að eiga í sam-
skiptum við Japana
eða Ástrala og við
sessunaut. Jafnvel
enn auðveldara. Þar
sem engu máli skiptir
hver er heimilisfesti
viðkomandi. Allir eru
borgarar í netheimunum, þar á
samræðan sér stað, þar eru allir
jafnir til orðs og æðis, þar er eng-
inn „heimamaður“ og enginn „út-
lendingur“. Bara sjötíu sinnum sjö
hundruð trúnaðarvinir.
Allir í samtölum
– við aðra
Þetta sást hvað best þegar sjón-
varpið birti myndskeið af þátttak-
endum og starfsmönnum íslenska
sönghópsins í evrópsku söngva-
keppninni. Þar var send út mynd
af hópnum þar sem hann var í
rútuferð milli áfangastaða. Öfugt
við það sem var á okkar tíð var
þar enginn í hrókasamræðum við
sessunaut, hvað þá heldur að kyrja
þjóðlög með kátum samferða-
mönnum. Steinhljóð í rútunni en
allir kúrandi hálfbognir yfir snjall-
símunum í sms-samskiptum við
einhverja vini í Ástralíu, Kína eða
Bandaríkjunum, eða Þýskalandi,
eða Svíþjóð – eða jafnvel á Íslandi.
Enginn að tala við sessunaut. Allir
á heimavettvangi í netheimum.
Steinþegjandi.
Tungumál netheima
Í netheimum er ekkert þjóðerni,
enginn þjóðrembingur (guði sé
lof), engar „fóbíur“. Borgari í net-
heimi getur búið hvar sem er í
veröldinni. Enginn staður er öðr-
um heilagri – að því tilskildu að
þar sé gott netsamband. Hvernig
getur það komið fólki á óvart, að
ungir netheimaborgarar geti vel
hugsað sér að verja ævistarfinu
einhvers staðar annars staðar en
þar sem pabbi og mamma gátu þá
– að því tilskildu að netsambandið
sé þar gott. Sagt er, að þriðjungur
drengja geti ekki lesið íslensku
sér til skilnings eftir tíu ára
grunnskólanám. Hefur nokkur
skoðað hversu margir drengir geta
ekki lesið tungumál netheima –
enska tungu – sér til skilnings eft-
ir tíu ára dvöl í netheimum? Þeir
eru nú fáir! Enda væru þeir harla
léttvægir borgarar í netheimum –
og myndu sjálfsagt vera til í að
búsetja sig til framtíðar á Íslandi
ef húsnæðislánakerfið yrði lag-
fært.
Þingmenn í EVE online
Þessi breyting milli kynslóða er
miklu meiri en fólk vill vera láta.
Hvers vegna er fylgi við Pírata
svona mikið meðal yngra fólks?
Það er einfaldlega vegna þess, að
þingmenn Pírata koma fyrir eins
og þeir væru þingmenn í tölvu-
heimum EVE online. Og net-
heimakynslóðin kann vel að meta
slíka þingmenn. Nema hvað! Þetta
er veröldin þeirra. Hvort er hún
betri eða verri en veröldin okkar –
sú veröld sem var? Um það get ég
ekki dæmt Veit bara að hún er allt
öðruvísi. Það skýrir af hverju svo
margir hugsa allt öðruvísi en við
gerðum. Betra húsnæðislánakerfi
breytir ekki miklu um það. En
menn geta svo sem reynt!
Eftir Sighvat
Björgvinsson »Mjög margt af unga
fólkinu hefur allt sitt
veraldarvit þaðan. Les
ekki prentaðan texta –
hvorki blöð né bækur –
hlustar hvorki á fréttir í
útvarpi né í sjónvarpi
Sighvatur
Björgvinsson
Höfundur er fyrrv.
alþingismaður og ráðherra.
Allt önnur veröld en var