Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hvenær eru ferðamenn orðnir of margir? Hvernig eigum við að bregð- ast við slæmri umgengni ferða- manna? Hvað getum við gert til að fá ferðamenn sem eru tilbúnir til að eyða meiri peningum? Felur aukin gjaldtaka í sér að mismuna ferða- mönnum á grundvelli fjárhags? Það er ekki bara á Íslandi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað og marg- ar spurningar vaknað í kjölfarið, það sama hefur gerst víða um heim. Sífellt fleiri ferðast á milli landa og áfanga- staðir eru misvel í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda. Sums staðar hafa komið upp hugmyndir um að takmarka fjölda ferðamanna og annars staðar er rætt um að koma upp gjaldhliðum við vinsæla staði. Samkvæmt tölum Alþjóðaferða- málastofnunarinnar, UNTWO, voru tekjur af alþjóðlegri ferðaþjónustu á síðasta ári 1.500 milljarðar Banda- ríkjadala. Í fyrra jukust ferðalög fólks á milli landa um 4,7% og var rúmlega 1,1 milljarður ferða farnar á milli landa það árið. Stofnunin birti nýverið tölur fyrir fyrstu fjóra mánuði þessa árs sem sýna að 332 milljónir ferða voru farnar, sem er 4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem er í einna mestum vexti í heim- inum og samkvæmt UNTWO tengist eitt af hverjum 11 störfum greininni. Hún hefur skipt sköpum fyrir efna- hag verr staddra Evruríkja í Suður- Evrópu, einkum eftir arabíska vorið því eftirmálar þess hafa orðið til þess að auka straum fólks til Suður-Evr- ópu. En þessum auknu ferðalögum fylgja líka vandamál. Ding var hér Kínverskur ferðamaður komst ný- verið í heimsfréttirnar fyrir að hringja heilögum klukkum í 14. aldar hofi í Taílandi og klykkja út með því að sparka í þær. Í júní var bresk kona handtekin fyrir að vera nakin á helgu fjalli í Malasíu og fyrr í þessum mán- uði var búlgarskur ferðamaður sekt- aður fyrir að krota nafn sitt á stein í hringleikahúsinu Colosseum í Róm. Árið 2013 varð kínverskur piltur upp- vís að því að rispa orðin „Ding Jinhao var hér“ á fornar rústir í Luxor í Egyptalandi og talsverð brögð eru að því að ferðamenn hengi nærfatnað sinn til þerris í hofum í Taílandi. Sé fjöldi ferðamanna hafður í huga er kannski ekkert óeðlilegt að svona tilvik komi upp. En þetta vekur engu að síður upp ýmsar spurningar. Í grein sem birtust í bandaríska dagblaðinu The New York Times, NYT, fyrr í mánuðinum er því spáð að grípi stjórnvöld ekki í taumana með strangari reglugerðum um ferðaþjón- ustu muni margir vinsælir ferða- mannastaðir hreinlega verða fyrir óbætanlegum skemmdum á næstu árum og áratugum. Fjallað var um málið í breska dagblaðinu The Gu- ardian fyrr í vikunni og þar var spurt: „Eru þeir allir velkomnir?“ Þar var átt við að sífellt fleiri íbúar fátækari ríkja hafi nú tök á að ferðast á milli landa sem valdi miklu álagi á vinsæla áfangastaði í Evrópu. Rukkað inn á Markúsartorgið? Í greininni segir að um 11 milljónir ferðamanna heimsæki Feneyjar á hverju ári, flestir í einn dag eða hluta úr degi. Þetta veldur gífurlegu álagi á innviði og þjónustu í borginni, en skil- ar litlu í kassann. Nú íhuga yfirvöld í Feneyjum að setja takmörk á fjölda ferðamanna. Uppi eru ýmsar hug- myndir, t.d. að allir sem þangað koma kaupi n.k. aðgöngumiða og fjöldi hverju sinni verði takmarkaður. Sett verði upp hlið á Markúsartorgið og þeir einir fái að fara í gegnum það sem hafi miða. Þetta hefur reyndar lengi verið áhyggjuefni yfirvalda í borginni sem með stífum reglum um fjölda gististaða hefur tekist að halda fjölda ferðamanna sem þar gista í skefjum. Með tilkomu vefsíðna eins og Airbnb.com þar sem íbúar á staðn- um leigja út húsnæði sitt til ferða- manna eru slíkar reglur þó haldlitlar. Bent hefur verið á að með því að taka gjald fyrir að fara á staði eins og Markúsartorgið sé verið að mismuna ferðamönnum eftir efnahag. Reyndar eru flestar hugmyndir um takmörkun á aðgengi ferðamanna gagnrýndar á þeim forsendum, meðal annars ákvarðanir yfirvalda í Bútan sem tak- mörkuðu fjölda ferðamanna til lands- ins með því að leyfa einungis tiltekinn fjölda. Þá voru þar settar hömlur á uppbyggingu í hótelrekstri og há gjöld lögð á ferðaþjónustuna. Sam- kvæmt grein NYT er tilgangurinn að fá þangað ferðamenn sem skila meiru í kassann. Engin ný hótel í Barselóna Ein stærstu skrefin í áttina að því að stemma stigu við fjölgun ferða- manna hafa verið tekin í Barselóna. Ada Colau, borgarstjóri þar, kynnti nýverið reglur sem kveða á um að þar í borg verði engir nýir gististaðir opn- aðir næsta árið, en þangað komu um 27 milljónir ferðamanna í fyrra. Við viljum ekki að borgin verði hinar nýju Feneyjar eða nýr skemmtigarður, er haft eftir Colau. Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar ákvað franska ríkisstjórnin að nýta Marshall-aðstoðina til að efla ferða- þjónustuna í því skyni að endurreisa efnahaginn. Og sú hefur orðið raunin. Frakkland er mest sótta ferðamanna- land í heimi og þar er ávallt haft í huga að ferðaþjónustan styðji við franska menningu. Strangar reglur gilda þar um ferðaþjónustuna og ákvarðanir eru teknar af kjörnum fulltrúum, hvort sem um er að ræða nýtt hótel í Bordeaux-héraði eða skíðalyftu í frönsku Ölpunum. „Ein af ástæðunum fyrir því að það er erfitt að koma böndum á ferða- þjónustuna er hversu jákvæða ímynd hún hefur,“ segir í grein NYT. „Hún tengist frítíma og skemmtunum, en ekki síður menningu. Heimamenn eru stoltir af því sem land þeirra hef- ur upp á að bjóða og þess vegna eru tilraunir til að hefta fjölda ferða- manna yfirleitt ekki vinsælar.“ Eru allir velkomnir allstaðar?  Verði ekki gripið í taumana verða vinsælir áfangastaðir fyrir óbætanlegum skemmdum  Fjölgun ferðamanna vekur upp ýmsar spurningar víða um heim  Er verið að mismuna með gjaldtöku? AFP Spánn Þessi fáni hangir á svölum í La Barceloneta hverfinu í Barselóna og á honum stendur: Engin túristaíbúð. Til borgarinnar koma 27 milljónir ferðamanna á ári hverju. Nú á að reyna að takmarka þennan fjölda ferðamanna. „Kannski erum við komin á þann stað sem ferðamannaland að við verðum að skoða einhvers konar aðgangsstýr- ingu á vinsælustu ferðamannastöð- unum,“ segir Skapti Örn Ólafs- son, upplýsinga- fulltrúi Samtaka ferðaþjónust- unnar. Hann segir að það væri m.a. hægt að gera með því að veita virð- isaukandi þjón- ustu á þessum stöðum, t.d. með því að taka gjald fyrir bílastæði og salerni. „Við viljum hins vegar ekki sjá Ísland þannig að það verði gjaldhlið út um allt,“ segir hann. Skapti Örn segir að það, að tak- marka fjölda ferðamanna á tilteknum stöðum, snúist ekki síður um skipulag. „Það má heita að það sé fullt á sumum stöðum, eins og t.d. Geysissvæðinu, á ákveðnum tímum. Þá getum við ekki annað en velt fyrir okkur hvort hægt væri að stýra umferð ferðamanna inn á önnur svæði. Við erum rík af nátt- úruperlum og Austurland og Vestfirð- ir gætu til dæmis klárlega tekið við fleiri ferðamönnum.“ Spurður hvort ferðamenn hafi jafn mikinn áhuga á því að fara á þá staði og vinsæla staði á borð við Gullfoss og Geysi, svarar Skapti Örn að þarna liggi mörg tækifæri til markaðs- setningar. „En þetta snýst ekki síst um samgöngur. Þær eru lífæð ferða- þjónustunnar.“ Eitthvað sem þarf að bæta úr Eru nýir „Gullnir hringir“ á teikni- borðinu? „Markaðurinn stýrir því, en það eru mörg sóknarfæri í því að dreifa ferðamönnum um landið.“ Er umfjöllun og umræða um að ferðamenn geri þarfir sínar þar sem ekki er aðstaða til þess ekki merki um að það hafi ekki verið byggð upp að- staða fyrir þennan fjölda ferða- manna? „Ég held að það séu allir sam- mála um að það er algerlega ólíðandi að menn gangi örna sinna á bílastæð- um og slíkum stöðum. En ég bendi á að á mörgum stöðum er aðgengi að salerni gott, annars staðar má bæta það. Það er erfitt að segja hvort þetta sé merki um of marga ferðamenn, en þetta er augljóslega eitthvað sem þarf að bæta úr. Við erum saman í þessu verkefni, ferðaþjónustan, stjórnvöld og allir landsmenn, enda liggja tæki- færin í ferðaþjónustunni, “ segir Skapti Örn. Margir sums staðar, fáir annars staðar  Kannski kominn tími á aðgangsstýringu Skapti Örn Ólafsson Undanfarið hefur verið mikið rætt um erlenda ferðamenn á Íslandi sem gera þarfir sínar á almannafæri, en slík hegðun einskorðast síður en svo við Ísland. T.d. greindi ástralskt dag- blað frá því fyrir nokkrum árum að fjölmargir ferðamenn hefðu haft hægðir á Uluru, heilögu fjalli í norðurhluta Ástralíu. Nýverið voru sett upp skilti við Camino de Santiago, vinsæla gönguleið á Spáni, um að þar væri bannað að hægja sér, en íbúar í grennd eru orðnir langþreyttir á sóða- skap í kringum leiðina. Hægðir í sundlaugum hótela sem erlendir ferða- menn sækja eru mikið vandamál í Egyptalandi og stjórnendur Louvre- safnsins í París sáu sig tilneydda til að setja upp skilti fyrir utan safnið þar sem segir að bannað sé að ganga örna sinna við safnbygginguna. Hægðu sér á heilögu fjalli EKKI BARA Á ÍSLANDI Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.