Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 94
94 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fjármál þín valda óöryggi og ótta. Það má einu gilda hversu mikla kyrrstöðu þú telur ástalífið vera í, maður spáir samt í hvernig hlutirnir væru ef þú hefðir valið öðru- vísi. 20. apríl - 20. maí  Naut Aðrir eru kröfuharðir á tíma þinn svo þú verður að gera það upp við þig hvað skiptir máli og hvað ekki. Einhver lofar þér öllu fögru í dag, taktu því sem sagt er með fyrirvara. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú geispaðir frá þér morguninn skaltu muna um hádegið að líf þitt er fullt af drama, nýjungum og spennandi hlutum. Neyttu allra tiltækra ráða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlaupabraut atvinnulífins reynir meira á en vanalega. Leitaðu ráða hjá öðrum. Breytingar á nánum samböndum neyða þig til að aðlagast breyttum aðstæðum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að koma skipulagi á hlutina, bæði heima fyrir og á vinnustað. Einhverra hluta vegna er engin rútína hjá þér um þessar mundir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ættingjar eða nágrannar koma þér á óvart með einhverjum hætti í dag. Reyndu að setja þér raunsæ markmið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er tími til kominn að taka aftur áhættu, af því tagi sem fær þig til að svitna í lófunum. Farðu í gegnum allt málið og þá hlýtur þú að finna hvað þarf að lagfæra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður við vini, systkini eða fjölskyldu eru þér ákaflega mikilvægar. Brjóttu odd af oflæti þínu, hreinsaðu and- rúmsloftið og gakktu til sátta við samstarfs- mann þinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það á ekki alltaf við að treysta á guð og lukkuna. Refsaðu ekki sjálfum/sjálfri þér því þú átt allt annað skilið. Þú þarft bara lengri tíma. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver kemur þér til aðstoðar án þess að þú hafir óskað eftir því. Nú er um að gera að gaumgæfa málin áður en gripið er til einhverra aðgerða. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það getur oft reynst erfiðara en virðist í fljótu bragði að laga hluti sem hafa verið látnir dankast lengi. Gættu þess að sökkva þér ekki í skuldir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Óreiða er svo skemmtileg. Haltu í skít- inn sem þú elskar mest. Þú átt að geta glaðst yfir velgengni annarra. Páll Imsland valdi orðið „Bóka-dýrtíð“ sem fyrirsögn á Leirn- um á þessum pistli sínum: „Fyrir nokkru síðan fjárfesti ég í fræðibók um hegðun og sálarlíf hrossa og þurfti að punga út með folaldsverð. Þetta rifjaðist upp áð- an þegar ég gluggaði í skrudduna og þá varð þessi til. Þó ágæti hennar sé lítið læt ég hana fara í von um að Leir hrökkvi í gírinn. Að afla sér bóka er athöfn dýr og auðga sinn huga svo verði’ hann skýr. Aurinn úr buddunni bráður snýr, bara sé skruddan frá Esivier.“ Sigrún Haraldsdóttir svaraði: „Til að leggja eitthvað í púkkið orti ég eina limru: Ég eignaðist ástkæra minningu, andlega, langþráða brynningu, mér þótti ég stór þegar ég fór með tengdó á Tupperware kynningu.“ Og bætti síðan við: „úr því ég er byrjuð að bulla… Kínverska konan hans Pésa kenndi honum Blesa að lesa. Sem næringu á tún notaði hún ljósgráa tape-ið frá Tesa.“ Jón Arnljótsson lét þessa flakka: Sigrún er byrjuð að bulla um Blesa, sem helst vildi lulla. Um tape oní tún, talaði hún. Þetta var raunaleg rulla. Fía á Sandi gat ekki stillt sig: Hann Blesi var hugprúður hestur í hlaupi var klárinn víst bestur ef fór hann af stað en fágætt var það því hann lá oftast heima við lestur. Sigrún átti enn margt óort: Nös litla naut þess að sulla en neitaði alveg að lulla. Hún saup á við tvær og síðast í gær drakk hún sig ferlega fulla. Sigurlín Hermannsdóttir sagði: „Ég hef aldrei verið hestakona en læri mikið um þær skepnur hér“. Nös sagði: Nú er mér mál, en nefndu það ekki við Pál, ég ætla að fara en fyrst vil ég bara hella’ í mig hestaskál.“ Pétur Pétursson prófastur orti: Litli Gráni leikur sér, lipurt hefur fótatak. Pabbi góður gaf hann mér; gaman er að skreppa á bak. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Pésa, Blesa og Nös Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERNIG GETUR NOKKUR MAÐUR SETIÐ Á RAFSUÐULOGA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það að vera með þér lætur mig vilja fleiri samverustundir. GEISP!GEISP! HVERS VEGNAVERÐURÐU ALLTAF AÐ TOPPA MIG? ÞVÍ ÉG GET ÞAÐ. SÝNDU MÉR MANN SEM TEKUR HATTINN SINN ALDREI OFAN... ... OG ÉG SKAL SÝNA ÞÉR MANN SEM ER AÐ MISSA HÁRIÐ! ÁKVEDDU ÞIG NÆSTA FRÁ- REIN 100 KM. Víkverji er söngelskur maðurmjög. Raunar fer tvennum sög- um af hæfileikum hans á söngsviðinu og heldur Víkverji því söngnum oft- ar en ekki fyrir sig og sturtuhausinn, sem fær hlutverk hljóðnemans. Þá á hann það til, þegar hann er einn í bíl, og gott lag kemur í útvarpinu, að þenja raddböndin sem mest hann má og er þá eflaust stórskemmtilegt fyrir farþega í öðrum bílum að horfa á aðfarirnar, ef ekki hlusta. x x x Þeirri náðargáfu sem Víkverji villmeina að hann búi yfir fylgir hins vegar stór galli. Hann á til- tölulega auðvelt með að fá lög á heil- ann, en það reynist þrautin þyngri fyrir hann að losna við þau þaðan. Til dæmis heyrði Víkverji hið sígilda lag Righteous-bræðra, „You’ve Lost That Loving Feeling“, í útvarpinu um daginn og hefur síðan átt það til að humma með sér laglínuna á ólík- legustu stöðum, auk þess sem hann hefur gripið óstjórnleg löngun til þess að leigja stórmyndina Top Gun með hjartaknúsaranum Tom Cruise á næstu vídeóleigu. x x x Að þessu sinni var Víkverji hepp-inn, því að þegar allt kemur til alls, þá er þetta bara nokkuð gott lag, en verra er það þegar lögin sem detta á heilann eru þreytandi eða jafnvel leiðinleg. Raunar var Vík- verja kennd fyrir nokkru aðferð til þess að losna við slík lög af heil- anum, sem var sú að hugsa um hinn sígilda smell Carpenter-systkin- anna, „Top of the World“, með þeim afleiðingum að það myndi ýta hinu laginu út og setjast sjálft að í heil- anum í þess stað. Rökin voru þau, að þar sem það lag væri svona þolan- legra en mörg önnur, án þess þó að vera eitthvert meistarastykki, þá myndi það gera hvort tveggja, ýta leiðinlegra lagi út en staldra sjálft frekar stutt við á heilanum. x x x Þetta ráð hefur hingað til reynst óbrigðult, að mestu leyti, nema hvað stundum finnst Víkverja vanta enn eitt lag sem gæti þá ýtt Carpenters út þegar þau eru búin að sinna sín- um skyldum. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. Jóhannesarguðspjall 10:9 SÓLVARNARGLER OG HANDRIÐ M ynd:Josefine Unterhauser ispan@ispan.is • ispan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.