Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 24
Í búðinni Oddgeir Garðarsson stendur vaktina alla daga í Stapafelli. Íslend-
ingar eru ekki síður góðir viðskiptavinir í versluninni en þeir erlendu.
Fjölbreytt úrval Ferðamenn skoða sig um í sölugalleríinu í Svarta pakkhús-
inu. Þar hefur handverksfólk í Reykjanesbæ rekið sölugallerí í tæp 20 ár.
BAKSVIÐ
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Bæði ferðatengda gjafavöruversl-
unin Stapafell og sölugalleríið í
Svarta pakkhúsinu hafa merkt auk-
inn ferðamannastraum til Reykja-
nesbæjar. Oddgeir Garðarsson eig-
andi Stapafells og Elsa Einarsdóttir
sem stóð vaktina í Svarta pakkhús-
inu myndu þó vilja sjá ferðamennina
kaupa meira og stærri hluti en þeir
gera.
Stapafell er ein elsta verslunin í
Keflavík. Hún var opnuð árið 1955
þegar Hákon Kristinsson og Matt-
hías Helgason keyptu Bygginga-
vöruverslun Suðurnesja og breyttu
nafninu í Stapafell. Þeir eru fjöl-
margir bæjarbúarnir og nærsveit-
ungarnir sem eiga minningar tengd-
ar Stapafelli, þar sem hægt var að
kaupa leikföng, búsáhöld og gjafa-
vöru í stórri verslun og einnig bíla-
varahluti. Jólainnkaupin voru gjarn-
an gerð í Stapafelli.
Nú er Stapafell gjafavöruverslun
með áherslu á ferðamenn, nokkurs
konar minjagripaverslun og sú eina í
bænum. Við búðarborðið stendur
Oddgeir Garðarsson eigandi Stapa-
fells vaktina alla daga frá kl. 9 til 22.
„Það er engin spurning að aukn-
ing hefur verið í komu ferðamanna
hingað í Reykjanesbæ, eiginlega al-
gjör sprenging. Þeir eru hins vegar
mest að kaupa smáhluti og margir
bara að rápa,“ sagði Oddgeir þegar
blaðamaður fór á stúfana. Hann
sagðist telja skýringuna þá að sú
markaðsherferð sem farið var í til að
fjölga erlendum ferðamönnum á Ís-
landi hafi skilað sér í ferðamönnum
sem skilja lítið fjármagn eftir í land-
inu. „Hjá mér er að fara mest af
litlum minjagripum og minni prjóna-
vörum. Þá hafa púðaverin hennar
Elínar Aradóttur verið að slá í
gegn.“
Allt handprjónað á
Suðurnesjum
Oddgeir sagði Íslendinga ekki síð-
ur góða viðskiptavini en þá erlendu.
„Þeir kaupa hér gjarnan jólagjafir
handa vinum og ættingjum erlendis,
s.s. boli og gjafavörur í kössum sem
auðvelt er að senda í pósti.“ Þar hafa
jólavörur Brians Pilkington verið
vinsælar. Þá hafa Íslendingar ekki
síður verið að skreyta hýbýli sín með
jólavörunum og áðurnefndum púð-
um Elínar. „Hér er alltaf mikið af
þýskumælandi ferðamönnum og
Ameríkönum, en mér finnst vera
meira af frönskumælandi ferða-
mönnum en oft áður, sennilega bæði
Frakkar og Svisslendingar.“
Hægt er að fá úrval handprjón-
aðra lopapeysa í Stapafelli og ýmsar
smærri vörur unnar úr lopa. Allar
handunnu vörurnar eru gerðar af
handverkskonum af Suðurnesjum
sem hefur þann kost í för með sér að
hægt er að fá peysum breytt ef þarf,
s.s. styttingu á ermum, eða koma
með séróskir ef ferðamaðurinn eða
kaupandinn dvelur lengur en einn
dag í bænum.
Elín Einarsdóttir, sem stóð vakt-
ina í sölugalleríinu í Svarta pakkhús-
inu þegar blaðamaður leit við á
mánudag, hafði svipaða sögu að
segja og Oddgeir. Umferð ferða-
manna hafi aukist, mikið væri skoð-
að, en mest keypt af smærri ullar-
vörum.
Illa búnir undir vindinn
„Ferðamennirnir eru oft ekki
búnir undir vindinn og koma þá og
kaupa húfur og vettlinga,“ sagði El-
ín. Þetta var nákvæmlega reynsla
blaðamanns sem fékk franskan
ferðamann í heimsókn í nokkra
daga, sú var fljót að kaupa sér hand-
prjónaða lopahúfu fyrir köldustu
dagana.
Handverksfólk í Reykjanesbæ
hefur rekið sölugallerí í Svarta
pakkhúsinu, einu af elstu húsum
bæjarins, í hartnær 20 ár. Þar geta
listamenn og handverksfólk í
Reykjanesbæ og nágrenni komið
verkum sínum á framfæri og selt.
Söluaðilar skiptast á að standa vakt-
ina í galleríinu, sem er opið frá kl. 13
til 17 alla daga. Nú eru 20 aðilar með
sölupláss í galleríinu og kennir þar
ýmissa grasa. Það nýjasta eru upp-
Fjölgun franskra ferðmanna
Starfsfólk hjá gjafavöruversluninni Stapafelli og sölugalleríinu í Svarta pakkhúsinu hefur merkt
aukinn ferðamannastraum til Reykjanesbæjar Kaupa húfur og vettlinga í sumarkuldanum
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Mikið úrval Elín Einarsdóttir prjónakona selur prjónavörur af ýmsum stærðum og gerðum í Svarta pakkhúsinu.
Búðargluggi Púðaver Thelmu Þórð-
ardóttur eru vinsæl meðal ferða-
manna. Þá hefur lundinn alltaf sér-
stakt aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
stoppaðir fuglar Thelmu Þórðar-
dóttur og handmálaðir steinar og
fígúrur úr smiðju Sigrúnar Sverr-
isdóttur.
Sjálf er Elín með prjónavörur,
bæði úr lopa og garni á börn og full-
orðna. Hún sagði barnavörurnar
sérstaklega vinsælar. „Ég hef stund-
um ekki undan að koma með barna-
peysur, kjóla og peysusett í hús. Ég
held að skýringin sé meðal annars sú
að það er engin barnafataverslun í
bænum,“ sagði Elín sem selur mest
til Íslendinga af þessum vörum.
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015