Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 49
FRÉTTIR 49Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Nánari upplýsingar á rsk.is 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is Álagningar- og innheimtuseðlar einstaklinga 2015 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra rsk.is og skattur.is. Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna álagningar verður greidd út 31. júlí. Upplýsingar um greiðslustöðu veita tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra, dagana 24. júlí til 7. ágúst 2015 að báðum dögum meðtöldum. Kærufresti lýkur 24. ágúst 2015. Álagningu skatta á einstaklinga er lokið skattur.is Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Oddaprestakalli, Suðurprófasts- dæmi frá 1. október næstkomandi. Séra Guðbjörg Arnardóttir, sem sat Odda, var nýlegar skipuð í emb- ætti sóknarprests á Selfossi. Biskup Íslands skipar í embætti sóknarpresta til fimm ára. Í Oddaprestakalli eru þrjár sókn- ir, þær eru: Keldnasókn, Oddasókn og Þykkvabæjarsókn. Íbúar í prestakallinu eru rúmlega ellefu hundruð. Oddaprestakall er á samstarfs- svæði með sóknum Breiðabólstað- arprestakalls og Fellsmúla- prestakalls. Í Suðurprófastsdæmi eru þrettán prestaköll með 53 sókn- ir. Valnefnd velur sóknarprest sam- kvæmt starfsreglum um val og veit- ingu prestsembætta og er stuðst við ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu. Prestssetrið er í Odda á Rang- árvöllum en skrifstofa sóknarprests í safnaðarheimili sóknarinnar á Hellu. Sóknarpresti er skylt að sitja prestssetrið og hafa umsjón með því, segir í auglýsingunni. Umsóknarfrestur um embættið rennur út 25. ágúst 2015. Auglýst eftir presti í Odda Morgunblaðið/Golli  Skipað í emb- ættið til fimm ára 1.-2. ágúst verður afmælishátíð- ardagskrá í Laufási í Eyjafirði vegna 150 ára afmælis Laufás- kirkju. Laugardaginn 1. ágúst verður dagskrá í Laufáskirkju sem hefst kl. 14.00. Þar mun Björn Ingólfsson fyrrverandi skólastjóri á Grenivík og nú sjálfstætt starfandi fræði- maður fjalla um klerka í Laufási, Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir fyrrum prestsfrú, staðarhaldari í Laufási flytur valin kvæði eftir kennimenn er setið hafa staðinn, Petra Björk Pálsdóttir organisti mun stýra söng félaga úr eldriborg- arakórnum ,,Í fínu formi“ og Eng- ilbert Ingvarsson syngur einsöng. Sunnudaginn 2. ágúst verður svo mikil hátíð þar sem þess verður minnst að fyrst var messað í Laufáskirkju 30. júlí árið 1865. Það verður einkum gert með hátíðar- guðsþjónustu kl. 14.00 í Laufás- kirkju þar sem kirkjukór Laufáss- og Grenivíkursóknar syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur og sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og þjónar fyrir altari. Að lokinni guðsþjónustu verður messukaffi í Gestastofu og veislu- tjaldi í boði sóknarinnar og í umsjá kvenfélagsins Hlínar í Grýtubakka- hreppi. Almennur söngur verður í messukaffinu og munu þau Petra Björk og Valmar Väljaots stýra honum. Afmælisgestir fá veglegan afmælisbækling í hendur þar sem fjallað er um kirkju og stað í máli og myndum. Ritstjóri hans er Björn Ingólfsson. Laufáskirkja 150 ára Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Laufás Prúðbúnir gestir fjölmenna til guðsþjónustu í Laufáskirkju.  Afmælinu fagnað með tveggja daga hátíðardagskrá Gjöf frá Ferguson-félaginu Mishermt var í blaðinu í gær að þeir Karl Friðriksson og Grétar Gúst- avsson hefðu gefið samtökunum Barnaheill 50 þúsund krónur. Hið rétta er að þeir óku hringinn í kring- um landið til styrktar Vináttu, for- varnarverkefni Barnaheilla gegn einelti í leikskólum. Vegna þessa ákvað Ferguson-félagið að styðja málefnið með 50 þúsund króna fram- lagi í þeirra nafni. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.