Morgunblaðið - 30.07.2015, Side 49
FRÉTTIR 49Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
Álagningar- og innheimtuseðlar
einstaklinga 2015
eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
rsk.is og skattur.is.
Barnabætur, vaxtabætur og inneign vegna
álagningar verður greidd út 31. júlí.
Upplýsingar um greiðslustöðu veita
tollstjóri og sýslumenn.
Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum
ríkisskattstjóra, dagana 24. júlí til 7. ágúst 2015
að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti lýkur 24. ágúst 2015.
Álagningu skatta
á einstaklinga
er lokið
skattur.is
Biskup Íslands hefur auglýst laust
til umsóknar embætti sóknarprests
í Oddaprestakalli, Suðurprófasts-
dæmi frá 1. október næstkomandi.
Séra Guðbjörg Arnardóttir, sem
sat Odda, var nýlegar skipuð í emb-
ætti sóknarprests á Selfossi.
Biskup Íslands skipar í embætti
sóknarpresta til fimm ára.
Í Oddaprestakalli eru þrjár sókn-
ir, þær eru: Keldnasókn, Oddasókn
og Þykkvabæjarsókn. Íbúar í
prestakallinu eru rúmlega ellefu
hundruð.
Oddaprestakall er á samstarfs-
svæði með sóknum Breiðabólstað-
arprestakalls og Fellsmúla-
prestakalls. Í Suðurprófastsdæmi
eru þrettán prestaköll með 53 sókn-
ir.
Valnefnd velur sóknarprest sam-
kvæmt starfsreglum um val og veit-
ingu prestsembætta og er stuðst við
ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
Prestssetrið er í Odda á Rang-
árvöllum en skrifstofa sóknarprests
í safnaðarheimili sóknarinnar á
Hellu. Sóknarpresti er skylt að sitja
prestssetrið og hafa umsjón með
því, segir í auglýsingunni.
Umsóknarfrestur um embættið
rennur út 25. ágúst 2015.
Auglýst
eftir presti
í Odda
Morgunblaðið/Golli
Skipað í emb-
ættið til fimm ára
1.-2. ágúst verður afmælishátíð-
ardagskrá í Laufási í Eyjafirði
vegna 150 ára afmælis Laufás-
kirkju.
Laugardaginn 1. ágúst verður
dagskrá í Laufáskirkju sem hefst
kl. 14.00. Þar mun Björn Ingólfsson
fyrrverandi skólastjóri á Grenivík
og nú sjálfstætt starfandi fræði-
maður fjalla um klerka í Laufási,
Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir
fyrrum prestsfrú, staðarhaldari í
Laufási flytur valin kvæði eftir
kennimenn er setið hafa staðinn,
Petra Björk Pálsdóttir organisti
mun stýra söng félaga úr eldriborg-
arakórnum ,,Í fínu formi“ og Eng-
ilbert Ingvarsson syngur einsöng.
Sunnudaginn 2. ágúst verður svo
mikil hátíð þar sem þess verður
minnst að fyrst var messað í
Laufáskirkju 30. júlí árið 1865. Það
verður einkum gert með hátíðar-
guðsþjónustu kl. 14.00 í Laufás-
kirkju þar sem kirkjukór Laufáss-
og Grenivíkursóknar syngur undir
stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur og
sr. Bolli Pétur Bollason prédikar og
þjónar fyrir altari.
Að lokinni guðsþjónustu verður
messukaffi í Gestastofu og veislu-
tjaldi í boði sóknarinnar og í umsjá
kvenfélagsins Hlínar í Grýtubakka-
hreppi.
Almennur söngur verður í
messukaffinu og munu þau Petra
Björk og Valmar Väljaots stýra
honum. Afmælisgestir fá veglegan
afmælisbækling í hendur þar sem
fjallað er um kirkju og stað í máli
og myndum. Ritstjóri hans er Björn
Ingólfsson.
Laufáskirkja 150 ára
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Laufás Prúðbúnir gestir fjölmenna til guðsþjónustu í Laufáskirkju.
Afmælinu fagnað með tveggja daga hátíðardagskrá
Gjöf frá
Ferguson-félaginu
Mishermt var í blaðinu í gær að þeir
Karl Friðriksson og Grétar Gúst-
avsson hefðu gefið samtökunum
Barnaheill 50 þúsund krónur. Hið
rétta er að þeir óku hringinn í kring-
um landið til styrktar Vináttu, for-
varnarverkefni Barnaheilla gegn
einelti í leikskólum. Vegna þessa
ákvað Ferguson-félagið að styðja
málefnið með 50 þúsund króna fram-
lagi í þeirra nafni.
LEIÐRÉTT