Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 38
ar slóðir nærri sjálfri miðju Ís-
lands. Þarna er og veröld í deiglu
og öll sýnishorn jarðfræðinnar má
finna, rispaðar ísaldarklappir,
hraunbreiður og öskulög úr eld-
gosum aldanna. Víða sprettur fram
vatn, bæði heitt og kalt, og líf dýra
og fugla á Kili og öðrum nærliggj-
andi slóðum er fjölbreytt. Sama
gildir um gróður. Því eru góðar
ástæður til að fara um Kjöl, sem er
fær langt fram í september.
„Beisklegur aldurtili“
Þegar ekið er inn á Kjalveg eru
Jarlhettur, fjallstindarnir við suð-
austanverðan Langjökul,
áberandi í landslaginu.
Beint framundan er Bláfell,
þar sem er vegur um bratt
klif upp á háls sem er
kenndur við fjallið. Á háls-
unum er heljarstór keila
sem eftirtekt vekur. Þann-
ig vildi til endur fyrir löngu
að bóndi úr Biskups-
tungum skildi þar eftir
stígvél sitt sem fergt var
með hnullungi. Næsti
ferðalangur lagði aðra
steinvölu í púkkið og svo
einn af öðrum svo hefur
þarna myndast hrúga, sem
sífellt hækkar.
Stysta leiðin milli byggða
Keyrt um Kjalveg Flestum fært Veröld í deiglu
Sögur á hverju strái Reimleikar og hvellandi bjalla
Hveravellir eru vinsæll viðkomustaður og meðal ferðamanna, til dæmis þessara Frakka, þykir hreint ævintýri að
baða sig þar, því náttúrulaugar eru fáar á heimsvísu og margir telja vatn þeirra blandað hreinum undrakrafti.
Miklar sögur ganga enn um örlög Reynisstaðabræðra sem urðu úti við
Beinhól á Kili árið 1789. Myndina af þessum sögustað tók Gústaf Loftsson.
Varðan fræga á Bláfellshálsi er aðeins umbúðir utan um stígvél.
Sæluhús Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi er eitt kennimarka félagsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ormurinn hlykkjast um sléttuna,
vegur sem liggur milli hóla, dala og
hálsa. Nú erum við á hálendi Ís-
lands; Kjalvegi. Frá Gull-
fossi í Biskupstungum og
að fremstu bæjum í
Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu eru 165
kílómetrar og yfir sumar-
tímann er flestum sæmi-
lega útbúnum bílum fært
um Kjalveg. Tökum nú á
rás!
Úr eldgosum aldanna
Hinn eiginlegi Kjölur
er 30 kílómetra breiður
fjallasalur í 600 metra
hæð milli Langjökuls og
Hofsjökuls. Samkvæmt
landmælingum eru þess-
Kjalarleið
2 4
3
5
6
78
9
10
11
Langjökull
Hofsjökull
38 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
25ÁRA
1988-2013
PIPER
Piper er ný gerð
eftirlitsmyndavéla
og öryggiskerfa fyrir
heimili, sumarhús og
smærri fyrirtæki
•Vaktar heimilið
• Kveikir ljósin
• Fylgist með hita- birtu- og rakastigi
• Fylgist með allri hreyfingu og hljóði
Allt þetta er hægt að skoða hvaðan sem
er úr heiminum í snjallsímanum þínum! „Kjölur hefur sjaldan verið jafn
gróðursæll og í sumar. Litirnir í
landinu eru einstaklega fallegir.
Síðustu sumur hefur verið þurrt
á hálendinu en nú eftir snjóþung-
an vetur er raki í jarðvegi og þá
blómstrar allt. Blóðbergið grípur
alltaf augað en annars er flóran á
þessum slóðum mjög fjölbreytt,“
segir Gústaf Loftsson frá Myrk-
holti í Biskupstungum.
Gústaf og Jónína Lóa Krist-
jánsdóttir kona hans voru í
hestaferð á Kili með vinafólki
þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins hitti þau á dögunum. Hóp-
urinn var þá við Gíslaskála í
Svartárbotnum skammt norðan
Kerlingafjallaafleggara. Úr Tung-
unum og yfir hálendið niður í
Mælifellsdal í Skagafirði voru
fimm dagleiðir.
„Hestaferðir mínar um þetta
svæði eru óteljandi. Skemmtileg-
ust finnst mér leiðin um Kjal-
hraun, það er frá Gíslaskála að
Hveravöllum. Þar er farið um úfið
hraun og viðkoma höfð á áhuga-
verðum stöðum, svo sem við
Grettishelli og Beinhól,“ segir
Gústaf. Bætir við að einu megi þó
gilda hvar borið sé niður á þess-
ari leið, alltaf beri eitthvað
áhugavert fyrir augu.
Úfið hraun og fjölbreytt flóra
HEFUR FARIÐ ÓTELJANDI HESTAFERÐIR UM KJÖL
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hestafólk Gústaf Loftsson og Jónína Lóa Kristjánsdóttir í hestaferð sinni yfir Kjöl.
Leiðangurinn gekk vel enda alltaf gaman að fara í frelsið sem finna má til fjalla.