Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Það mætti segja að breska skóla- stúlkan Charlotte Burns væri ávallt niðursokkin í sitt helsta áhugamál og komi varla upp til að anda en raunin er sú að hún er alls ekki sokkin. Charlotte er nefnilega með sérlega góða flothæfni og á ótal skírteini til að sanna það. Frá tíu ára aldri hefur þessi kraft- mikla þrettán ára stúlka eytt öllum sínum stundum á kafi og fyrir ári síð- an varð hún yngst kafara til að hljóta ungmeistaragráðu PADI, atvinnu- samtaka köfunarkennara, aðeins tveimur dögum eftir tólf ára afmælið sitt. Nú hyggst Charlotte bæta öðr- um titli í safnið og verða yngsta manneskjan til að kafa í Silfru á Þingvöllum. „Mér finnst það ótrúlegt – að geta snert tvo jarðskorpufleka, á sama tíma vekur það með manni lotningu,“ segir Charlotte um ævintýrið fram- undan. Hún komst á snoðir um Silfru í kafaratímariti og eftir að hafa kynnt sér hana betur á netinu var ekki aft- ur snúið. „Pabbi minn talaði við dive.is sem sér um kafanir í Silfru og þau sögðu að ég þyrfti að vera minnst 18 ára til að kafa þar. Við höfðum samband við breska sendiráðið á Íslandi til að at- huga hvort það gæti hjálpað og átta mánuðum síðar lét dive.is okkur vita að landverðirnir á Þingvöllum hefðu veitt mér sérstaka undanþágu til að kafa.“ Sprengjuleit og frostköfun Meðal undirbúnings Charlotte fyrir ævintýrið í Silfru má telja heimsókn hennar til kafarasveitar hafnarlög- reglu San Diego í Kaliforníu sem bauð henni í sérfræðiköfunarþjálfun. Þar æfði hún sig m.a. í að leita að ósprungnum sprengjum í þröngum rýmum undir flugvélarmóðurskipinu USS Midway auk þess sem hún kaf- aði í vatni við frostmark í Skotlandi. Með æfingunum gat Charlotte sýnt fram á flothæfni sína sem og að hún geti staðist kuldann í Silfru sem fer niður í -4°C. Hún viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því að yfirvöld myndu hafna beiðni hennar um undanþágu og segir það hafa verið mikinn létti þegar svarið barst. „Mér líður eins og þetta verði ótrúlegt afrek – það er næstum óskiljanlegt. Ég veit að það er ekki venjulegt að kafa í Silfru á mínum aldri og ég vil sýna fólki að maður getur kafað hvar sem er. Ef ég get gert það sem þrettán ára stúlka frá Englandi getur hver sem er gert það.“ Vill vera öðrum innblástur Charlotte mun kafa tvisvar sinn- um í Silfru í 40 mínútur í senn, fyrst 25. september og svo aftur 26. sept- ember. Henni til halds og trausts verður breski landkönnuðurinn Monty Halls og með þeim í för verð- ur einnig teymi heimildargerð- armanna frá Coventry-háskóla en til stendur að gera fræðsluefni um flekaskilin og ferð Charlotte fyrir grunnskóla. Charlotte nýtir köfunina reglu- lega til að safna fé til góðgerðar- mála. Hún hefur hlotið sérstaka þjálfun í umönnun sjávarspendýra og stefnir að því að læra sérstaklega um köfun fyrir fólk með fatlanir. Þar að auki er hún sérstakur tals- maður PADI og tekur þátt í að kynna heimsbyggðinni köfun. „Ég vil klárlega hjálpa fólki að kafa. Þetta snýst allt um vatnið fyrir mér.“ Búnaður veitir öryggi Þegar blaðamaður spyr hvort hún verði aldrei hrædd segir Charlotte það fara eftir aðstæðum. „Þegar ég kafa í Silfru verð ég í blautbúningi með andlitsgrímu og hettu svo mér verður vonandi nokkuð hlýtt. Ég er líka styrkt af fyrirtækjum sem hjálpa mér að klæðast öllum bestu græjunum og það veitir mér mikið öryggi.“ Charlotte er reglulega spurð út í ótta. Svarinu sem hún gef- ur vatnshrædda blaðamanninum er augljóslega ætlað að róa áhyggju- fullt fullorðið fólk og því verður vart komist hjá því að velta fyrir sér hvort eitthvað hræði hana í raun. „Ég sá könguló á baðherberginu í morgun,“ svarar hún hlæjandi. „Mér brá rosalega.“ „Þetta verður ótrúlegt afrek“  Hin þrettán ára Charlotte Burns fékk á dögunum sérstaka undanþágu frá íslenskum yfirvöldum til að mega kafa í Silfru þrátt fyrir ungan aldur  Þessi ótrúlega stúlka kemur til Íslands í september Ljósmynd/Terry Scott Haldið á djúpið Charlotte segist frekar líta á köfunina sem ástríðu en áhugamál og vill að sem flestir fái að kynnast þeirri tilfinningu. Ljósmynd/Peter Burns Eftirsótt Charlotte hefur vart undan við að veita viðtöl. Hér er hún í þætt- inum Weekend Break á BBC World Service ásamt móður sinni og systur. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Notalegt í skammdeginu Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Sérpöntum glerkúpla og skerma á olíulampa, verða frá 9.500 Fjósalukt 70 tíma, verð 6.650 Gamaldags 14“‘ lampi, verð frá 21.500 Fjósalukt, svört, grá eða rauð, verð 5.250 Glóðarnet fyrir Aladdin lampa, verð 5.995 Kveikir í úrvali, verð frá 1.105 Ofnsverta, verð 2.540 Comet 11“‘ lampi, verð frá 10.550 Lampaglös í úrvali, verð frá 4.110 Þegar hún er ekki í kafarabún- ingnum er auðvelt að ímynda sér að Charlotte sé afar venjulegur breskur unglingur og það er að einhverju leyti rétt. Hún fer í versl- unarmiðstöðvar með vinum sínum og leikur með dúkkur við litlu syst- ur sína en fæstir breskir unglingar eru með þúsundir fylgjenda á sam- félagsmiðlum. Eftir að Charlotte varð opinber talsmaður PADI hefur stjarna hennar hinsvegar vaxið. Í kjölfar fjölda fjölmiðlaviðtala er fólk farið að þekkja hana úti á götu og jafn- vel biðja um að fá að taka myndir með henni. Umstangið gleður Charlotte þar sem hún vill gjarnan hvetja fólk til að kynna sér köfun. Sjálf minnist hún þess að hafa séð mynd uppi á vegg hjá bróður sínum sem sýndi hann, þá 14 ára gamlan, fá skírteini í hendurnar fyrir að vera yngsti kafarinn til að hljóta ungmeistaragráðu PADI. „Eftir því sem ég eltist fannst mér hann verða mér innblástur til að kafa. Ég vildi vera eins og bróðir minn.“ Eins og áður kom fram skaut hún bróður sínum ref fyrir rass og fékk gráðuna sína aðeins 12 ára og tveggja daga gömul en sem betur fer erfir hann það ekki við hana. „Ég held að hann sé mjög stoltur af mér. Við erum mjög náin og hann veit hvaða þýðingu köfun hefur fyrir mig,“ segir Charlotte. Fyrir Charlotte er köfunin miklu meira en áhugamál. Hún lýsir æv- intýrum sínum fyrir blaðamanni af mikilli ástríðu og af meiri þroska en nokkur myndi trúa. „Mér finnst ég njóta forréttinda þegar ég sé eitthvað neðansjávar sem enginn í bátnum getur séð. Köfun gerir mér kleift að sjá neð- ansjávarheim sem ég myndi ekki sjá annars.“ Ástríða og forréttindi venjulegrar táningsstúlku „ÉG VILDI VERA EINS OG BRÓÐIR MINN“ Reyndur kafari Charlotte Burns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.