Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 35
Útaf Lewis Hamilton átti ömurlegan dag, féll niður í tíunda sæti á fyrsta hring í Búdapest, keyrði síðar utan í bíl og var refsað. rak afturdekk utan í framvæng Daniels Ricciardo hjá Red Bull þeg- ar fimm hringir voru eftir. Dekkið sprakk og endaði Rosberg í áttunda sæti. Næstu mót henta Mercedes Þrátt fyrir allt verður að telja, að Mercedes verði áfram öflugasta lið- ið, en það er undir því komið að því takist að bæta viðbragð bílanna í ræsingunni. Eini gallinn þar á bæ hafa verið stöku vafasamar her- fræðilegar ákvarðanir, svo sem í Malasíu, Mónakó og í Hungaroring. Kostir Mercedes-bílsins ættu hins vegar að njóta sín vel í næstu tveim- ur mótum, Spa í Belgíu og Monza á Ítalíu, sem eru þær hraðskreiðustu á árinu. Hamilton hefur komist yfir eina veikleika sinn frá í fyrra, sem voru tímatökurnar. Í þeim hefur hann bókstaflega verið einráður í ár, unnið 9 af 10. Inn á milli hefur hann átt slæma daga og goldið fyrir of mikla sóknarhörku, til dæmis í Mónakó og svo aftur sl. sunnudag. Nico Rosberg hefur verið mun mistækari í ár en í fyrra og fyrstu mótin var andstreymið mikið. En hann hefur unnið sig út úr þeim vanda og haft í fullu tré við Hamilton eftir því sem á vertíðina hefur liðið. Loksins þegar tækifærið gafst í Búdapest til að þjarma verulega að liðsfélaga sínum mistókst honum eina ferðina enn á klaufalegan hátt. Hann getur því enn bætt sig tals- vert. Í fyrra sauð upp úr milli þeirra Rosberg og Hamilton í belgíska kappakstrinum en þar galt Rosberg liðsfélaga sínum gagl fyrir gás fyrir að hunsa liðsfyrirmæli í næsta móti á undan, í Búdapest. Klúðraðist því kappaksturinn í Spa fyrir Mercedes og hljóta forsvarsmenn liðsins að freista þess að koma í veg fyrir illvíg átök þar, ætli liðið ekki að færa Vett- el titiltækifærin á silfurdiski. Miðað við hversu hörmulegt Ferr- ari-liðið var í fyrra má telja það a.m.k. lítilsháttar kraftaverk hvern- ig því hefur tekist að klóra í bakkann og komast þar sem það nú stendur. Keppnisfákurinn skarlatsrauði virð- ist hafa dregið silfurörvar Mercedes uppi að vélarafli og hafi liðið fundið lykt af sigri hefur það runnið á hana og gripið gæsina, svo sem í Malasíu og Búdapest. Endalaust er hægt að segja „ef“ og „hefði“ en á þeim grundvelli má segja að lengi hafi litið út fyrir það í Búdapest að Ferrari ynni tvöfaldan sigur í fyrsta sinn frá 2010. Aflmissir vélbúnaðar Kimi Rä- ikkönen kom hins vegar í veg fyrir það. Vettel að ná aftur flugi Sebastian Vettel er að ná góðu flugi aftur eftir hörmungartíð í fyrra. Hann var fljótur að laga sig að nýjum aðstæðum á nýjum vinnustað og það tók hann ekki langan tíma að yfirbuga liðsfélaga sinn, Räikkönen. Vettel ók einstaklega vel í Malasíu og hélt síðan ró sinni og yfirvegun í Búdapest en mikill gauragangur var að baki hans kappaksturinn út í gegn. Räikkönen hefur átt afleita vertíð ef undan er skilinn kappakst- urinn í Barein. Tímatökurnar hafa verið akillesarhæll hans og of mikið um mistök í keppni. Ekki verður séð hvernig hann á að halda sætinu einn- ig á næsta ári, 2016. Williams-liðið er í þriðja sæti í stigakeppni bílsmiða en hefur mátt horfa upp á Ferrari sigla burt í síð- ustu mótum. Liðið stóð sig afbragðs vel í fyrra en hefur ekki staðið undir væntingum í ár. Einhvern veginn virðist þó sem svo að óheppni ein- hvers konar elti ökumennina í flest- um mótum og því ekki tekist að nýta sér mjög lofandi stöðu, eins og fram- an af í kappakstrinum í Silverstone þar sem þeir voru fremstir um skeið. Liðið hefur ekki náð að sýna rétta getu það sem af er. Hafa þeir Valtt- eri Bottas (Montreal) og Felipe Massa (Spielberg) hvor um sig kom- ist aðeins einu sinni á verðlaunapall. Red Bull drottnaði um nokkurra ára skeið í formúlunni en átti ekki svo góða keppnistíð í fyrra. Og allt þar til í Búdapest hefur yfirstand- andi vertíð verið hreinasta martröð. Kennir liðið vélarsmiðnum Renault um en hann hefur svarað fullum hálsi og segir bílinn ekki nógu vel heppnaðan. Stefnir allt í að samstarf þeirra renni sitt skeið við vertíðarlok en Red Bull er sagt hafa leitað fyrir sér um vélar fyrir næsta ár hjá bæði Mercedes og Honda. Í Búdapest átti liðið í fyrsta sinn mann á verðlauna- palli og það tvo. Ótvírætt hápunktur ársins og það kemur ekki í ljós fyrr en í næstu brautum hvort árangurinn skrifist á óvenjulegar brautaraðstæður í Hungaroring eða framfarir í Re- nault-vélinni og/eða keppnisbíl Red Bull. Daniel Ricciardo hefur ekki náð að sýna svipaðan árangur og í fyrra. Liðsfélagi hans, Rússinn ungi Daniil Kvyat, var mistækur framan af en hefur verið að sækja í sig veðr- ið og sýnt mikinn keppnishraða á köflum. Um helgina komst hann svo í fyrsta sinn á ferlinum á verðlauna- pall. Belgíski nýliðinn Max Verstappen er með hraðskreiðustu ökumönnum heims og náði sínum besta árangri í formúlu-1 í Búdapest er hann varð fjórði í mark. Glímir við bílpróf Stærsta áskorun hans í sum- arleyfinu verður að glíma við bílpróf. Þar sem hann er aðeins 17 ára er hann ekki með próf, það fæst fyrst við 18 ára aldur. Tæpast verður hon- um skotaskuld úr því. Verstappen hefur komið mjög á óvart með frammistöðu sinni og sýnt á köflum snilldarleg tilþrif. Ungur aldur hans hefur í engu háð honum en geta hans hefur þótt styrkja fullyrðingar þeirra sem segja, að formúlubílarnir séu alltof auðveldir viðfangs og reyni of lítið á ökumanninn vegna hjálp- arbúnaðar og fjarstýringar af stjórnborðum liðanna á mótsstað. FRÉTTIR 35Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is HÁGÆÐA ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. ÞITT ER VALIÐ Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. KR EA TIV FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUMOGEININGUM FATASKÁPAR& RENNIHURÐIR STYRKUR - ENDING - GÆÐI 15ÁRA STOFNAÐ2000 Opið: Mán. - fim. kl. 09-18 Föstud. kl. 09-17 Lokað á laugardögum í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.