Morgunblaðið - 30.07.2015, Síða 35
Útaf Lewis Hamilton átti ömurlegan dag, féll niður í tíunda sæti á fyrsta
hring í Búdapest, keyrði síðar utan í bíl og var refsað.
rak afturdekk utan í framvæng
Daniels Ricciardo hjá Red Bull þeg-
ar fimm hringir voru eftir. Dekkið
sprakk og endaði Rosberg í áttunda
sæti.
Næstu mót henta Mercedes
Þrátt fyrir allt verður að telja, að
Mercedes verði áfram öflugasta lið-
ið, en það er undir því komið að því
takist að bæta viðbragð bílanna í
ræsingunni. Eini gallinn þar á bæ
hafa verið stöku vafasamar her-
fræðilegar ákvarðanir, svo sem í
Malasíu, Mónakó og í Hungaroring.
Kostir Mercedes-bílsins ættu hins
vegar að njóta sín vel í næstu tveim-
ur mótum, Spa í Belgíu og Monza á
Ítalíu, sem eru þær hraðskreiðustu á
árinu. Hamilton hefur komist yfir
eina veikleika sinn frá í fyrra, sem
voru tímatökurnar. Í þeim hefur
hann bókstaflega verið einráður í ár,
unnið 9 af 10. Inn á milli hefur hann
átt slæma daga og goldið fyrir of
mikla sóknarhörku, til dæmis í
Mónakó og svo aftur sl. sunnudag.
Nico Rosberg hefur verið mun
mistækari í ár en í fyrra og fyrstu
mótin var andstreymið mikið. En
hann hefur unnið sig út úr þeim
vanda og haft í fullu tré við Hamilton
eftir því sem á vertíðina hefur liðið.
Loksins þegar tækifærið gafst í
Búdapest til að þjarma verulega að
liðsfélaga sínum mistókst honum
eina ferðina enn á klaufalegan hátt.
Hann getur því enn bætt sig tals-
vert. Í fyrra sauð upp úr milli þeirra
Rosberg og Hamilton í belgíska
kappakstrinum en þar galt Rosberg
liðsfélaga sínum gagl fyrir gás fyrir
að hunsa liðsfyrirmæli í næsta móti á
undan, í Búdapest. Klúðraðist því
kappaksturinn í Spa fyrir Mercedes
og hljóta forsvarsmenn liðsins að
freista þess að koma í veg fyrir illvíg
átök þar, ætli liðið ekki að færa Vett-
el titiltækifærin á silfurdiski.
Miðað við hversu hörmulegt Ferr-
ari-liðið var í fyrra má telja það
a.m.k. lítilsháttar kraftaverk hvern-
ig því hefur tekist að klóra í bakkann
og komast þar sem það nú stendur.
Keppnisfákurinn skarlatsrauði virð-
ist hafa dregið silfurörvar Mercedes
uppi að vélarafli og hafi liðið fundið
lykt af sigri hefur það runnið á hana
og gripið gæsina, svo sem í Malasíu
og Búdapest. Endalaust er hægt að
segja „ef“ og „hefði“ en á þeim
grundvelli má segja að lengi hafi litið
út fyrir það í Búdapest að Ferrari
ynni tvöfaldan sigur í fyrsta sinn frá
2010. Aflmissir vélbúnaðar Kimi Rä-
ikkönen kom hins vegar í veg fyrir
það.
Vettel að ná aftur flugi
Sebastian Vettel er að ná góðu
flugi aftur eftir hörmungartíð í
fyrra. Hann var fljótur að laga sig að
nýjum aðstæðum á nýjum vinnustað
og það tók hann ekki langan tíma að
yfirbuga liðsfélaga sinn, Räikkönen.
Vettel ók einstaklega vel í Malasíu
og hélt síðan ró sinni og yfirvegun í
Búdapest en mikill gauragangur var
að baki hans kappaksturinn út í
gegn. Räikkönen hefur átt afleita
vertíð ef undan er skilinn kappakst-
urinn í Barein. Tímatökurnar hafa
verið akillesarhæll hans og of mikið
um mistök í keppni. Ekki verður séð
hvernig hann á að halda sætinu einn-
ig á næsta ári, 2016.
Williams-liðið er í þriðja sæti í
stigakeppni bílsmiða en hefur mátt
horfa upp á Ferrari sigla burt í síð-
ustu mótum. Liðið stóð sig afbragðs
vel í fyrra en hefur ekki staðið undir
væntingum í ár. Einhvern veginn
virðist þó sem svo að óheppni ein-
hvers konar elti ökumennina í flest-
um mótum og því ekki tekist að nýta
sér mjög lofandi stöðu, eins og fram-
an af í kappakstrinum í Silverstone
þar sem þeir voru fremstir um skeið.
Liðið hefur ekki náð að sýna rétta
getu það sem af er. Hafa þeir Valtt-
eri Bottas (Montreal) og Felipe
Massa (Spielberg) hvor um sig kom-
ist aðeins einu sinni á verðlaunapall.
Red Bull drottnaði um nokkurra
ára skeið í formúlunni en átti ekki
svo góða keppnistíð í fyrra. Og allt
þar til í Búdapest hefur yfirstand-
andi vertíð verið hreinasta martröð.
Kennir liðið vélarsmiðnum Renault
um en hann hefur svarað fullum
hálsi og segir bílinn ekki nógu vel
heppnaðan. Stefnir allt í að samstarf
þeirra renni sitt skeið við vertíðarlok
en Red Bull er sagt hafa leitað fyrir
sér um vélar fyrir næsta ár hjá bæði
Mercedes og Honda. Í Búdapest átti
liðið í fyrsta sinn mann á verðlauna-
palli og það tvo.
Ótvírætt hápunktur ársins og það
kemur ekki í ljós fyrr en í næstu
brautum hvort árangurinn skrifist á
óvenjulegar brautaraðstæður í
Hungaroring eða framfarir í Re-
nault-vélinni og/eða keppnisbíl Red
Bull. Daniel Ricciardo hefur ekki
náð að sýna svipaðan árangur og í
fyrra. Liðsfélagi hans, Rússinn ungi
Daniil Kvyat, var mistækur framan
af en hefur verið að sækja í sig veðr-
ið og sýnt mikinn keppnishraða á
köflum. Um helgina komst hann svo
í fyrsta sinn á ferlinum á verðlauna-
pall.
Belgíski nýliðinn Max Verstappen
er með hraðskreiðustu ökumönnum
heims og náði sínum besta árangri í
formúlu-1 í Búdapest er hann varð
fjórði í mark.
Glímir við bílpróf
Stærsta áskorun hans í sum-
arleyfinu verður að glíma við bílpróf.
Þar sem hann er aðeins 17 ára er
hann ekki með próf, það fæst fyrst
við 18 ára aldur. Tæpast verður hon-
um skotaskuld úr því. Verstappen
hefur komið mjög á óvart með
frammistöðu sinni og sýnt á köflum
snilldarleg tilþrif. Ungur aldur hans
hefur í engu háð honum en geta hans
hefur þótt styrkja fullyrðingar
þeirra sem segja, að formúlubílarnir
séu alltof auðveldir viðfangs og reyni
of lítið á ökumanninn vegna hjálp-
arbúnaðar og fjarstýringar af
stjórnborðum liðanna á mótsstað.
FRÉTTIR 35Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
HÁGÆÐA ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
VIÐ HÖNNUMOG TEIKNUM FYRIR ÞIG
Komdumeð eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
ÞITT ER VALIÐ
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
KR
EA
TIV
FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM,FRAMHLIÐUM,
KLÆÐNINGUMOGEININGUM
FATASKÁPAR&
RENNIHURÐIR
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
15ÁRA
STOFNAÐ2000
Opið:
Mán. - fim. kl. 09-18
Föstud. kl. 09-17
Lokað á laugardögum í sumar