Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Jóhann Kristjánsson á Krossi lézt 12. marz 1922, og frá árinu
1923 eru þau Jóhann og Guðleif talin búendur þar, þótt ekki
vígðust þau í hjónaband fyrr en ári síðar. Atti Jóhann við heilsu-
leysi að stríða, fékk brjósthimnubólgu og varð að dvelja á
heilsuhæli, Kristnesi, til að fá nokkurn bata, en var fremur
heilsuveill og þoldi illa starf einyrkjabónda, eins og hann var á
þeirri tíð. Jóhann og Guðleif bjuggu á Krossi til 1928, að þau
fóru búi sínu að Langhúsum í Viðvíkursveit, en þá jörð átti
Hartmann í Kolkuósi. Þar voru þau einungis árið og fengu þá
Enni til ábúðar, en fluttust að Garðakoti í Hjaltadal árið 1931.
Þar stóðu þau fyrir búi til 1933, en þá lagðist jörðin í eyði um
eitt ár, en þau hjón fluttu með föggur sínar og búsmala að
Saurbæ í Kolbeinsdal og voru þar við bú til 1936, að þau tóku
Miðhús til ábúðar hjá Jóni Konráðssyni í Bæ. Þau festu kaup á
jörðinni árið 1952 og bjuggu þar til 1970, er þau brugðu búi og
fluttust til Hofsóss.
Jóhann í Miðhúsum kastaði fram vísum sínum í dagsins önn af
gefnu tilefni, sem er nauðsynlegur hluti kveðskaparins. Víða
koma fram lífsviðhorf hans í vísunum, sem og eftirmælum þeim
sem hann orti um gengna vini og ættingja. Kveðskap sínum hélt
Jóhann lítt til haga, og var mestur hluti hans ekki skráður. Hér
fer á eftir dálítil syrpa, en þó er óvíst, hvort takist að sýna öll
blæbrigði hans, þar sem svo margt hefur glatazt.
Jóhann fór stundum til Sauðárkróks að verzla. Aðspurður,
hvers vegna hann verzlaði svo mikið í kaupfélaginu, Syðribúð-
inni svonefndu, svaraði Jóhann:
Kaupin geri hvar sem er,
hvergi eftir línu.
Eg vandist á að verzla hér
vegna Lilju og Stínu.
12