Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 168
SKAGFIRÐINGABÓK
er dregin úr tilteknum steini niður í fjöru, sjónhending, sem
skiptir löndum. Það var líka vatnsslagur með sínum hætti.
VII
Menn geta aldrei bugað náttúruöflin, en ef til vill hrósað sigri
um stund. Æskilegast er að búa við þau í sátt og samlyndi. Þetta
hefur tekizt á Sauðárkróki með sérstökum hætti: A landi sem
dælt var úr sjó er hafin bygging húss fyrir verksmiðju til að fylla
flöskur vatni handa útlendingum. Vatnsslagnum lýkur samt
aldrei, og bæjarbúar verða alltaf í vörn. Sjór og vatn munu
áfram móta landið, breyta ásýnd þess og kostum, og sandinum
svifar lengi enn fyrir garðsendann inn í höfnina, a. m. k. meðan
Vötnin korguð eiga ósa í grenndinni.
Heimildir
Alþingistíðindi 1893 (B 1025, 1033, 1058; C 397, 692), 1901 (C 443, 847).
Árni Ragnarsson o.fl.: Aðalskipulag Sauðárkróks 1982—2002. Greinar-
gerð. Sauðárkróki 1983.
Bréf til höf. frá Kára Steinssyni, dagsett 10. desember 1982.
Bænaskrár og bréf til alþingis frá þingmálafundum og einstaklingum í
Skagafirði. Óskráð í Bóka- og skjalasafni alþingis. Erindi til þingsins
voru lögð fram á lestrarsal þess og síðar bundin í bækur fyrir hvert
þing.
Feykir 8. desember 1982. Sauðárkróki.
Jósef J. Björnsson: Greinargerð. Send alþingi með bænaskrá 1893. Bóka-
og skjalasafn alþingis.
Kristmundur Bjarnason: Saga Sauðárkróks I—III. Akureyri 1969-1973.
Skag. II, 48 og 52; Bréf/sýsluskjöl 1892 og 1896. Þjóðskjalasafn.
Skag. III, 17; Bréfabók sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1889 — 1895. Þjóð-
skjalasafn.
Viðtöl við Hjalta Pálsson bókavörð, Jónas Hróbjartsson bæjarverkstjóra,
Kristínu Sölvadóttur og Svein Sölvason, auk afrita úr dagbókum Hjalta
og Jónasar.
166