Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 34
SKAGFIRÐINGABÓK
kirkjan á Víðimýri sögð helguð hinni sælu Maríu og Pétri
postula. Henni ber að þjóna prestur og djákni. Kirkjan er sæmi-
lega búin skrúða, áhöldum og bókum. Jörð á hún eina í næsta
nágrenni, Hól, kýr og ásauðarkúgildi, sem ekki eru nánar
tilgreind. Af seinni máldögum má þó ráða, að kýrnar hafi verið
níu að tölu, en ásauðarkúgildin tvö, þ. e. a. s. tólf ær. Hvalreka
og viðar á hún hálfan á Hvalnesi á Skaga á móti Reynistaðar-
klaustri. Sóknarbæir eru tólf, og þar eru sex bænhús, þ. e. a. s. á
öðru hverju býli.2
I vísitazíu sinni 1685 segir Jón biskup Vigfússon sóknarbæina
vera 13, en ekki er víst að biskup telji staðinn sjálfan með. Jarða-
tal Johnsens getur fyrst heimilda bæjarnafnanna: Lögbýli eru 1.
Ipishóll, 2. Fjall, 3. Vatnsskarð, 4. Valadalur, 5. Brekka, 6.
Reykjarhóll, 7. Kirkjuhóll, 8. Víðimýri, 9. Húsey, 10. Ytra-
Vallholt, 11. Syðra-Vallholt, 12. Skinþúfa, 13. Vellir, 14. Saur-
bær, 15. Brenniborg, 16. Krithóll.4 Eftir þessu að dæma hefur
bæjum farið fjölgandi í sókninni frá 1318, en að stofni til eru
þeir samt hinir sömu. Svo er háttað reyndar enn þann dag í dag.
A Víðimýri var alla tíð bændakirkja.
Sem að vanda lætur er fátt að ráða um gerð sjálfs kirkjuhúss-
ins af máldaga Auðunar biskups. Ein setning gæti þó gefið ofur-
litla vísbendingu. Kirkjan er sögð eiga þrjú altarisklæði og eitt
af pelli á háaltari en þrjú „utar í kirkju.“5 Vart verður þetta
öðruvísi skilið en að útaltari, eitt eða fleiri, séu í framkirkju.
Yfirleitt voru þau tvö á þessum tíma og stóðu fyrir framan kór-
sk.il, sitt hvorum megin kórdyra. Vel má láta sér í hug koma, að
í Víðimýrarkirkju hafi þau verið sett til heiðurs verndardýr-
lingum hennar. Maríualtarið var þá að norðanverðu en Péturs-
altarið fyrir sunnan kórdyr. Tilvist altaranna gefur þá tilefni til
að álíta kirkjuna allbreiða, þar sem þau kröfðust töluverðs
rýmis, og e. t. v. af timbri gjörða.
Litlu bætir næsta heimild við, sem er máldagi Jóns biskups
skalla frá 1360, nema þar sést, að hún á níu kýr, tvö ásauðarkú-
gildi, og henni hefur bætzt eitt hross. Þar að auki á hún fimm
32