Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 45
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
tveim, „fallega úthöggnar með gamalt verk og gyllt brík yfir
máluð með 3 knöppum."8 Eftirtektarvert er, að pílára skuli ekki
vera getið í kórþilsopum, en þeir eru næstum fastur fylgifiskur
kórskila íslenzkra kirkna, þeirra er spurnir eru af á 17. og 18.
öld. A Víðimýri er annað fyrirkomulag, sem erfitt er að átta sig
á af knöppu orðalagi einu saman. Ef til vill sést þar í eldri gerð
kóropa, sem nú er ógjörningur að segja til um, hvernig verið
hafi.
Á einum stað er lýst einhverjum ummerkjum fyrir framan
kórskil. Árið 1699 er minnzt á bekkjarfjöl „fyrir framan kór-
dyr, fóðruð, milli bríkar og capellu, sem merkilega gjörð er,
með artugu snikkaraverki í mörgum stöðum."9
í vísitazíu Steins biskups 1732 er eftirtektarverð setning. Þar
er verið að lýsa sætisskipan kvennamegin, innst við kórskil og
sagt, að stóllinn þar sé „með gagnskornu þili úr monumento,
sem hér var.“10 Orðin capella, monumente og artugt snikkara-
verk benda eindregið til, að þetta sé meiri háttar smíð. Hvað
mun hún vera? Ekki sæti, svo mikið er víst. Annaðhvort er
þetta gömul húfa yfir Maríualtari, eins og enn má sjá dæmi um í
Hedalkirkju í Sogni í Noregi,11 sem svo sannarlega er með
artuglegu snikkaraverki, eða kórport, svipað því sem grillir í á
17. öld í Halldórukirkju á Hólum og í kirkjunum á Grenjaðar-
stað, Laufási og Saurbæ í Eyjafirðí.12
Lengra verður tæpast komizt til útskýringar á kórskilverki,
nema fullyrða má, að þil er í bjórnum uppi yfir bita með smáopi
fyrir ofan kórdyr. Kórinn er að öðru leyti með timburgólfi og
bekkjum við hliðveggi, sem ná fram að kórdyrum með brík. Á
austurstafni hans yfir bita er stór glergluggi með 36 rúðum.13
Yfir altari er máluð vængjabrík, sú sem enn prýðir kirkjuna.
Ef við nú förum aftur fram í kirkju, er strax augljóst, að hún
er með moldargólfi fyrir utan fjalir settar á það mitt. Predikun-
arstóllinn er fimmkantaður, með máluðum spjöldum og snikk-
araverki, sá sami og er enn í kirkjunni. I súðinni yfir honum er
lítill glergluggi. Meðfram veggjum eru bekkir báðum megin,
43