Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 139
EINN AF GLAUMBÆJARKLERKUM
þarna í suðurhúsinu las hann Cicero á kvöldin, að eigin sögn,
sér til hugsvölunar, og þar kenndi hann um nokkurra vikna
skeið latínu og frönsku einu fermingarbarni sínu sem bjó sig
undir menntaskólagöngu, Jakobi frá Fjalli, seinna doktor í
Arngrími lærða og margt fleira. Þegar Jakob var byrjaður að
nema forntungurnar í Kaupmannahöfn fékk hann bréf frá
klerki, hefur hann sagt mér, skrifað á latínu, og sú latína var
óloppin, en bréfið glataðist því miður ytra fyrir vissar sakir.
Séra Hallgrímur lét af prestskap árið 1935. Hann átti eina
dóttur á lífi, gifta konu í Noregi. Pastor emeritus hafði í hyggju
að lifa síðustu ævidagana í skjóli hennar — og fór kynnisför
utan. Dag einn meðan hann var í Noregi ferðaðist Stefán
Vagnsson, þá bóndi á Hjaltastöðum, um veginn fyrir ofan
Glaumbæ og kvað:
Kátt var hér oft, við áttum
endur — sú minning stendur —
glaðar stundir hjá góðum
garpinum sóknarsnarpa.
Ö1 sést nú ekki á skálum
örvandi gest, því prestur
drekkur með djörfum rekkum
dýr jól austur á Sóla.
Séra Hallgrímur festi ekki yndi í Noregi og sneri heim aftur
að ári liðnu eða þar um bil. Hann var maður vel í efnum. Eitt af
því sem hann átti í Skagafirði var blesóttur reiðhestur, mikill
jaki. Þegar Noregsferðin barst í tal síðar, mælti prestur meðal
annarra orða við kunningja sinn: „Eg mátti til með að fara heim
og koma á bak honum Blesa mínum.“
Ýmsir þeirra sem hafa talað um séra Hallgrím Thorlacius í
mín eyru, líktu eftir sóninum í rödd hans, ef þeir vitnuðu til
einhvers er hann sagði, en allt var það í góðsemi og svo sem í
listrænu skyni gert. Verr gekk að herma eftir röddinni þegar
137