Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 132
SKAGFIRÐINGABÓK
Hólabiskupsdæmi, en ekki sjást þess merki, að hann hafi gert
neina tilraun til að hrinda þessu í framkvæmd, né heldur að
hann hafi veitt Þorláki stuðning. Brandur hefur ekki fylgt hinni
páfakirkjulegu stefnu.
Frá sjónarmiði erkibiskups var þetta lítt viðunanlegt, en
staðan gat þó versnað og gerði það, er nýr þjóðkirkjumaður kom
á Skálholtsstól, Páll Jónsson. Nú hefur hin páfakirkjulega
stefna varla átt sér neinn formælanda lengur á Islandi. Þegar við
þetta bættist, að hin nýi Skálholtsbiskup hafði beinlínis afskipti
af kirkjudeilunum í Noregi, hefur erkibiskupi sjálfsagt þótt
skörin færast upp í bekkinn. Aður hafa verið tilfærðar setningar
úr Pálssögu. I sögu Karls Jónssonar ábóta á Þingeyrum um ævi
Sverris konungs Sigurðssonar er einnig minnzt á vígsluför Páls
og dvöl hans með Sverri. Um sumarið 1195 kom Páll aftur til
Noregs frá Danmörku, segir Karl Jónsson í sögu sinni, og
heldur áfram.
„Sverrir konungur fór um vorið norður til Björgvinjar. Var
þar lögð stefna, að allir biskupar skyldu þar koma, þeir er í
Noregi voru til umráða með konungi fyrir því að Eiríkur
erkibiskup hafði þá sent bréf sín í Noreg og stefnt úr landi
öllum biskupum á sinn fund. Komu þá allir biskupar til Björg-
vinjar. Þá kom og þar Páll biskup . . . áttu þá höfðingjar stefnur
sín á milli og ráðagerðir. Var það ráð tekið að gera menn með
bréfum á páfans fund. Var fyrir þessari bréfsetningu innsigli
Sverris konungs og allra biskupa þeirra, er þar voru og fyrr
voru nefndir."25
Hin þjóðkirkjulega stefna átti (ennþá) sína fylgjendur meðal
biskupa í Noregi og fyrir Sverri hefur Páll Jónsson verið
kærkominn stuðningsmaður. Það hefur vakað fyrir Innocentí-
usi með bréfinu 30. júlí 1198 að svipta Sverri þeim stuðningi,
sem hann gat fengið frá íslenzku kirkjunni.
Það er svo annað mál, hvort þetta bréf hefur komizt á
leiðarenda; en jafnvel þótt svo hefði ekki verið, má ætla, að
inntak þess hafi skilað sér til Skagfirðinga síðar. Einn þeirra
130