Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
Brandssyni á Víðimýri.“n Nú er Kálfur Brandsson Kolbeins-
sonar fæddur um 1240. Hann er með móður sinni, Jórunni, á
Hafsteinsstöðum 1259 og giftist sama ár Guðnýju Sturludóttur
Þórðarsonar. Gera má ráð fyrir, að þá hafi hann gert bú sitt á
Víðimýri.12 Arið 1262 sver hann á Þingvöllum með öðrum
bændum úr Norðlendingafjórðungi Hákoni gamla hollustu-
eið.13 Sennilegt er, að Kálfur hafi lengi búið á Víðimýri eftir
það, jafnvel fram undir aldamótin 1300, en þá mun forustuhlut-
verki Asbirninga senn lokið, enda ný skipan komin á í landinu
með nýjum herrum.
Með Kálfi Brandssyni hverfa bændur á Víðimýri sjónum
okkar um langt skeið. Af bréfum og gjörningum má þó sjá, að á
15. öld hljóti valdstjórnarmenn að hafa búið þar. Arið 1405
votta fjórir menn, að þeir voru í hjá og heyrðu á „í baðstofunni
á Víðimýri í Skagafirði um vorið eftir páska“ árið áður, „að þau
Þorgils Jónsson og Ingunn kona hans Brynjólfsdóttir seldu
Benedikt Brynjólfssyni svo margar jarðir í Isafirði sem hér
segir."14 Þarna eru stórmenni á ferð á Víðimýri sem fyrr.
Ingunn og Benedikt eru börn Brynjólfs ríka Bjarnarsonar á
Okrum og ráðsmanns Reynistaðarklausturs.15 Enn eru menn að
votta um veraldargóss á Víðimýri 1457.16 I dómi um Kross í
Landeyjum kemur fram bréf tveggja manna sem lýsa því yfir,
„að þeir voru í hjá á Víðimýri í Skagafirði að Helgi Stígsson
fastnaði Sigríði Þorsteinsdóttur.“17 Helgi þessi, sem líklega er
norskrar ættar að faðerni, er orðinn hirðstjóri sunnan og austan
1420, svo að festarnar hljóta að hafa fram farið fyrir þann tíma.
Sigríður er dóttir Þorsteins Styrkárssonar Grímssonar lög-
manns og hirðstjóra, Þorsteinssonar, en forfaðir hennar Guð-
mundur gríss, goðorðsmaður á Þingvelli.18
Með vissu býr á Víðimýri í lok 15. aldar Sigurður lögréttu-
maður Þorleifsson, bróðir Teits lögmanns hins ríka í Glaumbæ.
Arið 1492 gjörir hann Olafi biskupi Rögnvaldssyni reiknings-
skap Víðimýrarkirkju.19 Sigurður kvæntist Kristínu Finnboga-
24