Skagfirðingabók - 01.01.1984, Qupperneq 117
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
áfram suður á Þýzkaland með ýmsum áningarstöðum. Einn
þeirra er Stade, sem er lítill bær nálægt Hannover; síðan áfram
suður Þýzkaland og allt til Basel í Sviss og þaðan til Vevey við
Genfarvatn og suður um Alpana í gegn um St. Bernharðsskarð.
Er komið var niður úr Olpunum, var farið um Mílanó til
Piacenza og um ýmsar borgir á Italíuskaganum, unz komið var
til Rómar.5
Tíminn, sem eyddist í þessa ferð frá Alaborg til Rómar, hefur
verið mismunandi langur eftir aðstæðum. Ef suðurgöngumað-
urinn var vel hestaður og engin óhöpp steðjuðu að, hefur hann
komizt leiðina á nokkrum vikum, en gangandi maður hefur
líklega orðið að áætla sér eins og tvo mánuði til að komast frá
Alaborg til Rómar.
Fyrir marga hefur þetta orðið hin hinzta för. Ymis dæmi
finnast um það í fornsögum og annálum. En það var náttúrlega
mikið auðveldara að gefa upp öndina, ef menn höfðu áður feng-
ið aflausn synda sinna í Róm.
Fróðlegt hefði oss þótt að heyra ferðasögur þeirra Jóns
Ögmundssonar og Kolbeins Arnórssonar á Flugumýri, en
hvorugur þeirra mun víst hafa látið eftir sig skrifaða frásögn um
þessa Miðjarðarhafsferð sína. En skemmtileg frásögn af suður-
göngu hefur varðveitzt í Auðunar þætti vestfirzka. Auðun hafði
fært Sveini Danakonungi gjöf, sem konungur mat mikils og
eftir nokkra dvöl við hirð konungs, fýsti hann að ganga til
Rómar. Konungur lagði honum til farareyri, „silfur mjög mik-
ið“, eins og það heitir í sögunni, og Auðun lagði af stað með
öðrum Rómarförum. Allt virðist hafa gengið vel á leiðinni
suður, og eftir að hann hafði lokið erindum sínum í Róm, hélt
hann af stað heimleiðis norður eftir Italíuskaganum. En nú
gekk ferðin ekki að óskum. Hann veiktist án þess að það sé
tilgreint, hver þessi veiki var, og grindhoraðist. Fé það, sem
konungur hafði fengið honum, gekk til þurrðar og hann átti
ekki lengur fyrir mat. Hann varð því að „biðja sér rnatar", eins
og þetta er orðað í sögunni, en um hitt er ekki getið, hvernig
115