Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
bannfært Sverri og Eiríkur erkibiskup í Niðarósi var flúinn til
Danmerkur og dvaldist þar í skjóli Absalons erkibiskups í
Lundi. Framkoma Páls Jónssonar eftir að hann kom til Noregs
og hafði kynnt sér stöðu mála, bendir eindregið til þess að hann
hafi tekið afstöðu með Sverri í þessum deilum, en um veru Páls í
Noregi segir eftirfarandi í Pálssögu:
„Honum greiddist sín ferð vel, unz hann kom til Noregs og
fór síðan til kaupangs í Niðarósi, og var þar um veturinn, unz
leið jól, og þóttist hver þeirra manna bezt hafa, er hans sæmd og
virðing gjörði mesta, því heldur, er göfgari voru, og virðu þeir
þá rétt. Eiríkur erkibiskup var í Danmörku, þá er Páll kom utan
til vígslu, og var hann með Absaloni erkibiskupi, en Sverrir
magnus konungur var austur í Vík og fór þaðan á Upplönd. En
eftir jól fór Páll norðan úr kaupangi á fund konungs með sínu
föruneyti og var þá með honum fjöldi konungsmanna; en kon-
ungur tók svo vel við honum, sem sonur hans eður bróðir væri til
handa honum kominn, og gjörði svo mikla tign hans og virðing,
sem hann mundi sjálfur kjósa eður hans vinir; en bæði var að
hann kunni betur en flestir menn aðrir og hafði betri færi á, og
sló öllu við, því er til gæða var, er þeir mætti báðir göfgastir af
verða.
Þórir biskup vígði Pál til prests í Hamarkaupangi; það var á
imbrudögum á langaföstu, einni nótt eftir Matthíasmessu, og fór
hann síðan aftur til konungs hina sömu nótt, og var þá með
honum, unz hann fór til Danmerkur og fékk konungur honum
alla hluti þá er hann þóttist hafa þörf á úr landi. Konungur lét
og alla biskupa fá honum bréf sín með innsiglum, þá er í landi
voru.“21
Hér er vikið að því, að sumir biskuparnir voru ekki „í landi“
og er þá átt við þá biskupa, sem fylgdu Eiríki Ivarssyni að
málum og voru farnir úr landi á eftir honum.
Páll fór síðan til Danmerkur og hlaut þar biskupsvígslu af
Absalon, ekki Eiríki, og er sú skýring gefin í sögunni, að
sjónleysi Eiríks hafi valdið.22 Ekki hefur þó þetta sama sjónleysi
126