Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 199
SAGNIR AF MAGNÚSI SÁLARHÁSKA
III
A þeim tíma var siður að lesa húslestra. Var það venja Magnúsar
að taka askinn sinn, þegar farið var að lesa. Gekk hann um gólf,
meðan á lestrinum stóð, og át úr askinum. Sagðist hann ekki
hafa gagn af að seðja sálina, ef hann gæti ekki satt líkamann
með.
IV
Eitt sinn bað Magnús Steinunni Pétursdóttur, konu Guðmund-
ar á Hellulandi, að þvo fyrir sig nærföt. Þegar það var búið,
vildi hann fá að bæta þau. En sökum þess, að hann var farinn að
missa sjón, þá gat hann ekki verið við það inni í baðstofu. Þetta
var að sumri til í góðu veðri. Magnús fór því út með nærfötin og
ætlar að vera þar við verk sitt. En staðurinn var ekki auðfund-
inn. Það þurftu að vera þrjár þúfur í röð, ein þúfa til að sitja á,
önnur til að hvíla bakið við og sú þriðja til að láta fæturna hvíla
á. Snemma morguns lagði hann upp í leit að sætinu, og um eða
laust eftir nón fann hann það í grónu tóttarbroti eftir að hafa
leitað um allt túnið. Börnin fylgdu honum eftir og höfðu gaman
af, því oft þurfti Magnús að leggjast niður og máta þúfurnar. En
ef þau gengu fyrir svo að skugga bar á Magnús, sagði hann:
„Skyggðu ekki á sólina, litla góð“ eða þá „litli minn“ eftir því
hvort það var drengur eða stúlka, sem hann talaði við.
V
Eitt sinn var Magnús staddur í Asi í Hegranesi um jólin. Var
það á jóladaginn, að hjónin þar, Sigurður Pétursson, bróðir
Steinunnar á Hellulandi, og Þórunn Olafsdóttir, systir Guð-
mundar á Hellulandi, fóru til kirkjunnar. Heimilisfólkið í Asi
bað þá Magnús að lesa húslesturinn, því hann var lesari góður.
Magnús játar því og fer að lesa. En þegar hann hefur lesið
197