Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
eigi næði til að taka, þá þyrfti á ca. 400 faðma löngum parti að
byggja allt að 2 feta háan traustan garð, er stæði fyrir vatninu,
svo að eigi flæði það þar ofan á móana, er verði leitt suður með
brekkunum fyrir ofan Hlíðarenda og suður fyrir túnið þar eftir
gömlum vatnsfarvegum, er þar liggja, en við þá farvega þarf
víða að gjöra, því á nokkrum stöðum hafa þeir fyllzt leir og
grjóti og víða eru þeir grunnir.
En þótt þetta sé gjört hvortveggja, þá næst samt eigi burt allt
það vatn, er flæðir ofan á Sauðárkrókinn. Af móunum sjálfum
safnast nokkurt vatn í leysingum að sögn kunnugra manna og
eftir því, er séð verður á vatnsfarvegum þar, og gjörir það vatn
þá er það kemur niður á Sauðárkrók töluverðan skaða, sökum
þess að það rennur að miklu leyti á einum stað ofan af melunum
utarlega, nálægt verzlunarhúsum þeirra Stefáns Jónssonar og
kaupmanns Popps, og hefir flutt mikið grjót þar ofan. En til að
leiða það vatn frá, svo að það falli ofan fyrir utan Sauðárkrók,
þá þarf sumpart að grafa skurð og sumpart að byggja traustan
garð á ca. 200 faðma parti.
Af því að víðast eru melar það er grafa þarf, en illt stunguefni
í það sem hlaða þarf, þá hlýtur verk þetta að verða æði kostnað-
arsamt. Skurður sá er fyrst var nefndur verður og að grafast
gegn um melhrygg ca. 20 faðma og þarf því að vera bæði
breiður og djúpur á þeim parti.
Gjöri ég því ráð fyrir að kostnaðurinn við verkið verði að
minnsta kosti þessi:
E Að grafa skurðinn út að Gönguskarðsánni og hlaða
garð meðfram honum, allt að 200 kr.
2. Að hlaða garðinn suður fyrir neðan Hlíðarenda og
gjöra við vatnsfarvegana þar, 400 faðma á ca. 0.80 pr. f.,
320 kr.
3. Að hlaða garð og grafa skurð á ca. 200 föðmum fyrir
ofan Sauðárkrókinn utarlega, allt að 300 kr.
p. t. Sauðárkróki, 15. maí 1893.
Jósef J. Björnsson.
146