Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 53
KIRKJUR Á VÍÐIMÝRI
Inngangurinn í stúkuna er prýddur útsniðnum dróttum. Sama
rými virðist forsæti og stóll með brík, bakslá og bakþili fá
sunnanmegin. Þar fyrir aftan eru svo sjö stólar á báða bóga með
bríkum og bakslám, festir, ásamt stúku og sætinu við predikun-
arstól, í langslá á gólfi, líkt og í kirkjunni nú. Þetta er nýjung.
Þar að auki eru þeir „að ofan negldir á langslár og litla tré-
ramma.“ Þennan umbúnað er erfitt að skýra, en einhver for-
smekkur hlýtur hann að vera að því, sem nú sést í kirkjunni. Ut
við gafl eru svo bekkir með útsniðnum bríkum. Hurðin er með
krossokum; er reyndar sama hurðin og nú er fyrir kirkjunni að
formi til, endurnýjuð 1982. Yfir dyrum er aftur á móti horn-
stykki, sem ekki sér stað í núverandi húsi. Tveir einnar rúðu
gluggar eru á framstafni og vindskeiðar efst, sem og að aftan-
verðu.
Ekki er af orðum prófasta annað að ráða en hús þetta sé vel
hirt og í góðu standi allan þann tíma, er það stendur. Árið 1833
segir séra Jón Konráðsson héraðsprófastur, að „húsið sýnist
ekki mjög óstæðilegt, einkum undirgrindin, en yfirgrindin er
forn og óálitleg.“ Nóg er það samt til þess, að „proprietarius hr.
studiosus Einar Stefánsson“ hefur „ráð fyrir gjört að láta húsið
endurbæta við fyrstu hentugleika.“ Ekki nægði Einari að endur-
bæta. Hann byggði nýja kirkju frá grunni, og hún var komin
upp eftir árið. Kirkja Benedikts Vídalín kostaði 229 ríkisdali og
94 skildinga. Það hefur tekið smiðinn 20 daga að ljúka verkinu.
Því miður er nafns hans ekki getið.
Kirkja Einars Stefánssonar
í Sögu frá Skagfirðingum ritar Jón Espólín árið 1834: „Um
vorið snemma lét Einar Stefánsson stúdent á Víðimýri rífa Víði-
mýrarkirkju og byggja að nýju miklu betur en hún var áður
byggð, að viðum og veggjum. Heimti hann sóknarmenn í starfa
þann, sem vani er til.“' Ástæðan til þess að fregn þessi færist inn
51