Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 115
PÁFABRÉF TIL HÓLABISKUPA
þyrftu ekki að óttast refsingu í hinum eilífa eldi; og til að sinna
þessu hafði hann heilan herskara undirmanna, biskupa, presta
og aðra geistlega liðsmenn. Þeir reyndu að stýra lifnaði leikra
manna eftir réttum brautum með því að leggja þeim lífsreglurn-
ar og áminna þá, og þeir settu mönnum skriftir, ef þeim hafði
orðið fótaskortur á hinum hála vegi kristilegra dyggða.
Skriftamál mátti að öllum jafnaði afgreiða í biskupsdæminu
sjálfu, en stundum voru málin svo stór, að úrskurður sjálfs
páfans var nauðsynlegur. Og stundum var það hluti af
reikningsskilunum, að syndarinn færi til Rómar og hlyti þar
aflausn synda sinna.
Rómarför eða suðurganga (eins og þetta var kallað á þjóð-
veldistímanum) bóndans og höfðingjans á Flugumýri, Kolbeins
unga Arnórssonar, mun vera af þessum toga. Hann fór utan
sumarið 1235 ásamt þrem mönnum sínum, Þórálfi Bjarnasyni,
Þórði þumli Halldórssyni og Sigurði Eldjárnssyni (væntanlega
Skagfirðingar allir), og segir í Islendingasögu Sturlu Þórðar-
sonar, að þeir hafi riðið til Rómar um veturinn, þ. e. 1235 — 36;
„og riðu allir suður og sunnan“ segir í sögunni.1 Þeir höfðu
ýmislegt á samvizkunni. Kolbeinn hafði t. d. látið drepa Kálf
Guttormsson á Miklabæ og son hans, en þeir vildu ekki fylgja
Kolbeini að málum gegn Sighvati Sturlusyni, og þremenning-
arnir höfðu allir tekið þátt í þeirri aftöku.2 En auk þess hefur
Kolbeinn þurft að gera yfirbót vegna framkomu sinnar við
Guðmund biskup Arason.
Raunar gátu erindin til Rómar verið af ýmsu tagi. Fyrsti
biskupinn á Hólum, Jón helgi Ogmundsson, var samkvæmt
kanónískum (páfakirkjulegum) reglum um einlífi klerka ekki
hæfur til að taka við biskupstign, þar eð hann var tvíkvæntur.
Það er því vafalaust rétt, sem segir í sögu hans, þótt fullar
sannanir skorti, að Ossur (Asser) erkibiskup í Lundi hafi ekki
viljað vígja hið íslenzka biskupsefni, nema hann kæmi með
undanþágu frá páfa.3 Siðbótarmenn innan kirkjunnar höfðu
haft einlífi klerka mjög á dagskrá á 11. öldinni og í lok hennar
113
8