Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 173
JÓN JÓNSSON Á HAFSTEINSSTÖÐUM
fyrst kosinn í hreppsnefnd og hef setið í henni í 12 ár sam-
anlagt. Arið 1883 skipaði amtið mig hreppstjóra, og hef ég
gegnt því starfi síðan. I sýslunefnd var ég kosinn 1884 og hef
ætíð verið endurkjörinn síðan. Af sýslunefndinni hef ég oft
verið kosinn í undirnefndir. Arið 1899 valdi amtsráðið mig til
að sjá um framkvæmd aðgerða gegn fjárkláðanum hér í sýslu,
sem valdið hefur þungum búsifjum. Hlutverk mitt skyldi eink-
um vera það að framkvæma þessar aðgerðir í þeim hreppum,
þar sem menn voru þessum aðgerðum andvígir, og ég var svo
heppinn, að mér tókst að fá þá með góðu til að láta undan og
fékk þannig afstýrt að beitt yrði valdi við þá. Arið 1906 kaus
sýslunefndin mig í landsdóm (landsretten). Þegar fornleifa-
fræðingurinn Daníel Bruun kafteinn, var fyrir nokkrum árum á
ferð um Skagafjörð til að rannsaka fornleifar, heimsótti hann
mig, og ég gat hjálpað honum til að komast að niðurstöðu í
nokkrum rannsóknaratriðum, sem vörðuðu sagnfræði og sögu-
leg örnefni í Skagafirði.
Eg hef nú búið á Hafsteinsstöðum í 30 ár, á 4 efnileg börn,
fullvaxta, 2 syni1 og 2 dætur2, hef keypt jörðina, sem áður til-
heyrði jarðabókarsjóði (ríkissjóði), reist að nýju flest hús á
jörðinni, tvöfaldað heyfenginn og girt af tún og engi með
gaddavír, og varð ég fyrstur bænda í héraðinu til að nota hann í
þessu skyni.
Ég er nú orðinn 58 ára og gráhærður. 6. fyrra mánaðar af-
henti sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu mér heiðursmerki
dannebrogsorðunnar, sem hans hátign konungurinn hefur allra-
náðugast veitt mér.
Hafsteinsstöðum, 24. nóvember 1908
1 Synir Jóns og Steinunnar voru Arni J. Hafstað bóndi í Vík og Jón, sem tók
við búi eftir föður sinn á Hafsteinsstöðum.
2 Valgerður, sem átti Bjama Sigurðsson í Glæsibæ, og Sigríður, sem giftist
Pétri Snæland. Þau bjuggu um tíma á Sauðá.
171