Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 79
KIRKJUR A VIÐIMYRI
22. október 1840. Ári seinna gekk hann að eiga Dýrfinnu Jóns-
dóttur, ekkju séra Jóns Jónssonar á Bergsstöðum. Þeim varð
ekki barna auðið. Hreppstjóri Rípurhrepps var Jón frá 1853 til
dauðadags.
Auk smíðanna eru þau helzt tíðindi af Jóni að segja, að hann,
óbrotinn og ólærður bóndinn, er kosinn fyrsti alþingismaður
Skagfirðinga 1844. Þetta sýnir ásamt mörgu öðru, hve mikils
trausts Jón hefur notið hjá samtímamönnum sínum, hve mikill
hann hefur verið af sjálfum sér. Langa sögu og merka er af þing-
mannsferli Jóns að segja, en verður ekki rakin hér. Geta má þó
þess, að hann gerðist eindreginn þjóðfrelsismaður og studdi Jón
Sigurðsson forseta með ráðum og dáð. Hann fékk með hægð en
festu framgengt ýmsum nytsömum málum. Má þar fremst og
fyrst nefna, að fyrir atfylgi hans varð Sauðárkrókur löggiltur
verzlunarstaður.
Hugur Jóns var þó framar öllu bundinn við smíðar. Ekki er
nú vitað hver var afrakstur ævistarfs hans á því sviði. Jón á
Reynistað telur þó fullvíst, að auk Víðimýrarkirkju hafi hann
reist kirkjur á Ketu, Flugumýri og Hofstöðum, auk þess
sem hann hafi byggt upp sinn eiginn bæ í Keldudal og annan á
Reynistað fyrir Einar stúdent Stefánsson, svo traustlega, að þeir
stóðu óhreyfðir fram undir seinna stríð. Með nánari eftir-
grennslan væri e. t. v. hægt að hafa upp á fleiru.
Það er sama, hvar niður er drepið, alls staðar fær Jón hinn
bezta vitnisburð. Strax á yngri árum er hann í kirkjubókum
kallaður „listamaður og listasmiður.“ I Skagfirðingasögu fær
hann þau ummæli um 1830, að hann sé „hinn mesti smiður, svo
hann var fenginn í hverja stórsmíð í nálægum héröðum og úr
smíðaði hann að öllu; hann var fálátur og siðvandur og vel að
sér um marga hluti“ og á öðrum stað, að „hann var prúðmenni
og snillingur um allt“ eða „þjóðhagi á allt smíði og valmenni,
skáldmæltur og vel að sér til bóknáms.“ Við andlát hans er
jafnvel svo sterkt til orða tekið, að hann væri „fjölhæfasti
smiður og mesti hugvitsmaður til íþrótta og uppfindinga sem
77