Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
aflast hákarl og heilagfiski. A þessi mið sækja menn úr áður-
greindum lendingum, og úr þeim norðari á Ketubrúnir líka,
hverjum nú skal lýst verða: Þær liggja 1 mílu í norðaustur frá
Ketu, sem er næsti bær fyrir norðan Ketubjörgin. Á þeim inn-
anverðum kallast Ketuhöfði; þvermiðið er þúfa ein vestur í
heiðinni, á Neðraneshömrum, en hitt miðið er Kleifarbærinn á
Þussaskerinu, sem nú er langt fyrir innan; og svo eru þvermið
norður eftir sömu slóð, er svo heita: Hnúurnar, Gilið, Þver-
brúnin, Klettarnir norðast. Þvermið á þeim er Skákarrófan
vestur á heiðinni á Hörtnárfossi. Á öllum þessum miðum er 60
f(aðma) djúp með grjótbotni, en 90 f(aðmar) strax sem austur af
þeim dregur, svo 100, og þegar Mælifellið gengur fram, 110
f(aðmar). Á brúnum þessum aflast hákarl og heilagfiski og
þorskur, eins og á hinum, sem síðar verða talin, en einkum
hákarlinn. Grýtt er lendingin í Ketunni, sem liggur í millum
kletta, opin fyrir austan og norðaustanáttum. Betri lending er í
Kelduvík, en óhrein og vandfarin er leiðin þar inn.
Næst fyrir norðan Ketubrúnir er mið það, sem nefnist Dals-
horn. Þar er innmiðið klettur einn á heiðinni norðaustur frá
Hvalsnesi, sem heitir Matklettur. Á hann að bera yfir svokallað
Dalshorn fyrir norðan Kleif; norðurmiðið Bangsavarði hjá
Ásbúðum við Máfatanga, sem er milli Ásbúða og Hrauns. Sá
bær er norðast á Skagatánni. 50 f(aðma) djúp er á þessu miði og
leirbotn. Þetta mið liggur austur frá Kelduvík. Norðar er
Leirsmið, inn og fram með Hraunsmúla, sem er norðaustlæg-
asti oddi Skagans. Þar er miðaður Kelduvíkurbær í Kastala-
skarð, sem er á svokölluðum Kjöl vestur í heiðinni, en innmiðið
er Matklettur á Bjargalækjartorfunni, 40 f(aðma) djúp, leirbotn.
— Skammbitsbrún er norður og fram af Múlanum og veit til
hafs; innmiðið er Matklettur á þúfunni, sem er á Ketubjörgum,
norðurmiðið varði á Hraunsmúla, sem á að bera í Gljúfurárgil;
40 f(aðma) djúp, hraunbotn. — Nær landi eru Bjargaskörðin. Er
þar miðaður Matklettur í skarðið, sem er á Ketubjörgum, sami
botn og líkt djúp og getið var um næsta miðið. — Enn grynnra
190