Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 82
SKAGFIRÐINGABÓK
því yfir, að „kirkjan er hin sama gamla, ljóta og hrörlega
torfkirkja og fyrr“ og segist ekki efast um smekk kirkjueigand-
ans og vilja til að reisa nýtt hús.
Arið 1905 er nýr prófastur á ferð á Víðimýri og fer mildar og
merkilegar að. Arni Björnsson segir, að kirkjan sé að vísu
„fornt torfhús með ýmsum göllum eins og eðlilegt er og þarf
endurbyggingar — en prófastur álíti æskilegt, að þá hin nýja
kirkja yrði smíðuð gjörðist þess á einhvern hátt kostur, að hin
forna torfkirkja, sem er vonum fremur stæðileg, fengi að standa
órifin, sem sýnishorn kirkna frá eldri tímum, enda segir
kirkjueigandinn, að ýmsir mjög merkir útlendingar hafi látið
þetta sama álit í ljósi.“ Svo mörg eru þau orð og mér vitanlega
þau fyrstu, sem skjalfest eru um húsafriðun á Islandi. Varð-
veizluhugmyndin mun hafa borizt víðar, því Þórhallur Bjarna-
son biskup kom henni á framfæri í Nýju kirkjublaði: „Slíkar
lifandi fornmenjar eru alls staðar metnar þjóðargersemi" ritar
hann um Víðimýrarkirkju í blað sitt árið 1909.2
Næstu áratugi var kirkjan hvorki friðuð né endurbyggð. Það
sem einkum tafði var hugmynd Jóns Helgasonar biskups, sem
hann varpar fram í vísitazíu sinni 1910 þess efnis, að byggja eina
kirkju fyrir tvær, í Glaumbæ og Víðimýri.3 Málið komst svo
langt, að almennur safnaðarfundur samþykkti þann 3. ágúst
1913 „að fá kirkjuna lagða niður og sameinaða Glaumbæjar-
kirkju í eina kirkju á Reykjarhóli.“4 Árið 1917 skrifast svo í
prófastsvísitazíu, að nú sem stendur „sýnist ekkert muni verða af
þessari kirkjusamsteypu.“ Þegar svo er komið, vilja menn aftur
byggja á Víðimýri. Ymsir vankantar voru á því um mitt fyrra
stríð með „höft á verzlun og flutningi á efni,“ en strax og um
hægist er „sjálfgefið að kirkjan verði hið fyrsta endurbyggð.“
Að stríðinu loknu tekur dýrtíðin við. Af þeim sökum sér
kirkjueigandinn sér ekki fært að ráðast í framkvæmdir árið
1924, vegna þess að „byggingarefni og vinnulaun“ eru „í mjög
háu verði.“ Og næst er það kreppan, sem hamlar framkvæmd-
um. Árið 1933 ber Þorvaldur Arason því við, að erfitt sé „að fá
80