Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
eyjuna, miklu nær henni — t. a. m. Drangeyjarpollur, Festin,
Kerlingarbrúnin. — Vestar og nær Skaganum er Laxárvíkurpoll-
ur. Þar er miðaður Kletturinn (Stóraborg) millum Reykja og
Ingveldarstaða á Reykjaströnd við Disk(s)nefið, en að norðan
Dranginn við eyjuna í norðanverðan Þórðarhöfða. — Axlar-
hlíðin er grynnsta fiskimið næst Skaganum, þegar héraðið tekur
fyrst að ganga í sundur um Stórustaðaöxlina (svo). Þar er
hraunbotn og eins þar fyrir ofan. Mörg eru þvermið á hlíðum
þessum norður með Skaganum. Oll þessi mið eru sókt úr
Laxárvík.
Skefilstaðabás er vond lending innst á Skaga. Þá eru næst
Fossvíkur tvær, Hvammkotsvík og Hólsbás, hver nálægt annarri,
allar með flúðum og stórgrýti, opnar fyrir öllum áttum nema
vestri, boðar og sker fyrir framan.
Norðar er Selvík, sunnan undir Selnesinu. Þar góð lending,
skjól af norðri og vestri, þar er sandbotn og grjót; þar er
stórskipalega. Hafa þýzkir komið þangað til forna til kaup-
verzlunar og sjást enn búðatóftir þeirra á landi.1
Enn eru þrjár lendingar fyrir innan Ketubjörg, allar vondar,
Hvalsnessbás og Hvalbás hér á Hvalsnesi og þriðja á Kleif, sem
er næsti bær við Ketubjörg.
Einarsbrún heitir mið það, sem næst er fyrir norðan Sandinn.
Þar er Bjarnarfellsnípa miðuð við Gaukstaðaárfossinn, þrítugt
djúp og hraunbotn. — Þar norður frá byrjast Selnesdjúpið, þá er
miðaður Selárbærinn á Selárgili. Sker eitt liggur undan Ketu-
björgum, til austurs 1/4 mílu, sem heitir Þussasker; á það að
vera gengið í land. Liggur djúp þetta langt norður fyrir Hvals-
nes, með mörgum þvermiðum. Er á því sand og grjótbotn,
sextugt djúp. Norðast er Hvalsneshöfði. Er þar miðaður
Dranginn við eyjuna og Hólsbær á Selnesbjörgum, en skerið í
1 Þangað safnaði Kolbeinn ungi herskipum sínum um vorið, fyrir Flóa-
bardaga, sem Sturlunga vottar. — I Selvík er þó vont að bjarga skipi undan
sjó.
188