Skagfirðingabók - 01.01.1984, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
9. Athugasemdir, sem yður mætti þóknast við að bæta, við-
víkjandi því, sem hér er óspurt um.
Skrifað í Reykjavík, 15. d. marzm. 1841.
Jónas Hallgrímsson
candidatus philosophiíS
Svör Tómasar
Ahrærandi fiskiveiðarnar í Skefilsstaða hreppi innan Hegranes
sýslu get eg einungis gjört þessar fáu athugasemdir:
Til No 1. Hákarlinn gengur hér oft á hverju tungli allan vetur
og á vorið fram um fardaga. Fyrrapart vetrar gengur hann
lengst inn á fjörðinn, enda veiða þá Höfðstrendingar hann bezt
á lagvaði sína, sem ekki verða brúkaðir hér á Skaganum, vegna
sífelldra brima um þann tíma, því mjög er hér óhreint og
skerjótt með landinu allstaðar. I legum fá menn hann helzt
síðari part vetrar og á vorin á norðustu miðum.
Um fardagaleytið verður oftast vart við fyrstu gönguna af
þorskinum, helzt við Drangey; stundum verður líka vart við
heilagfiski þar með. Venjulegt er, að þá verði vart við heilagfiski
á Ketubrúnum, hverjum síðar verður lýst.
Þegar komið er fram um messur, fer oft að verða vart við
ýsuna, en ekki fæst hún hér það sem neinu nemur utan á
lóðirnar, þó stöku ýsa dragist á haldfæri. - Venjulegt er, að
þorskur, ýsa og heilagfiski gangi síðan á hverju tungli sumarið
út, en oftlega verður misbrestur á því. Oftlega hlaupa göngur
þessar inn í fjarðarbotn, og staðnæmast aldrei norður með
Skaganum. Og þó maður verði var við nægan fisk, fær maður
einn eða tvo, máske öngvan, verður svo ekki vart framar. En
þegar annars aflast nokkuð, er það helzt um hásláttinn, sem
manni verður þá dýrkeypt.
186