Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1970, Page 63
múlaþing
61
nefndir til að styðja samskotin, veita viðtökur gjöfum
hiéðar nærsveitis og ráðstafa fénu aust.ur.
Almenningur hér hefir og þegar veitt málinu góðan
gaum og veitt oss von um drjúgan árangur bæði fjær
og nær. Til þess að samskotin geti orðið sem jöfnust og
almennust leyfum vér oss að senda þetta boðsbréf til
giafasamskota handa Múlasýslumönnum, bæði gegnum
bendur yfirvalda landsins og blaðamanna. Og leyfum
vér oss að kveðja hvern þann, sem þetta bréf verður
sérstaklega á hendur falið, til að safna á það áskrif-
endum, þannig að hver gefandi riti á blaðið nafn sitt
heimili og gjafarupp'hæð, og sendi gjöfina. jafnframt,
verður þá boðsbréfið kvittunarbréf þess. er safnað hefir.
Fé því, er safnað verour skulum vér veita viðtökur (eða
einhver af oss) og ráðstafa þvi austur sem f.vrst vér
getum, nema gefendum þyki greiðara að senda beint,
frá sér austur til viðkomandi sýslustjórna, sem gjöf-
unum munu niðmjafna. Vér fulltreystum því, að lífs-
nauðsyn meðbræðra vorra, ekki síður en gefið epttr-
dæmi útlei'dra manna, muni betur ta^a f.vrir máli þessu,
en mörg crð, en vér s'kulum einkanlega benda á eitt.
sem oss þykir mestu máli skipta. næst því að fólkið
'haldi fjörvi sínu, en það er það, að sem flestir hinna
nauðstöddu búanda geti 'haldist við bú sín og jarðir . ..
Er tþað innileg ósk vor o.g von, að almenn hiálp cg
hluttekning megi fyrirbyggia þau vandræði, og verða
vegur til viðreisnar e'nhverjum hinum fesurstu og frjóv-
sömustu sveitum, sem til eru á íslandi. ")
Af efni boðs-bréfs þessa miá sjá., að það hefur bæði verið
birt í hlöðum og gengið manna á milli til undirs-kriftar. Hafa
ákveðnir menn haft það hlutverk á hen-di að a.nnast söfnu-n-
ina. Þar sem aðstandendur bréfsins (nefndarmennirnir) voru
allt þjóðlkunnir menn og mikils metnir, má ætla, að það hafi
borið allgóðan árangui’, enda má sjá það, að í blöðum þeim,
sem gjöfum veittu viðtöku, birtast næst-u vikur og mánuði
langir iistar með nöfnum og fjárupphæðum gefenda. Ekkí er
go-tt að gizka á, Ihversu mikil þessi innlenda söfnu.n hefur
orðið í heild, c-g hef é-g hvergi séð þes-s getið á prenti. Erfitt
mun líka að ák-veða slíkt, þar sem bæði söfnun og fjárgjafir
munu íhafa farið eftir ýmsum ieiðum, oft lítt eða ekki opin-