Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 16
14
MÚLAÞING
töframenn“, sem Gunnar fór lofsamlegum orðum um og ekki síður
„íslandsklukkuna“ ári síðar.
Angur og erfiðleikar
Ég nefndi áðan, að Gunnar skáld hefði oft verið alvarlegur og
áhyggjufullur í hinum löngu samtölum við móður mína á stríðsárunum.
En hann gat líka verið gamansamur og ég gleymi ekki, hve dátt hann
hló, ef eitthvað skoplegt kom upp.
Það var örugglega meira átak en Gunnar hafði grunað að taka sig
upp úr fastmótuðu og þróuðu þjóðfélagi í Danmörku og flytjast í
afskekktan dal á íslandi, þar sem samgöngur voru enn ákaflega erfiðar,
vöruval fábreytt í kreppulok og loforð í sambandi við ýmsar útréttingar
stóðust ekki. Ég man glöggt, að þetta síðastnefnda angraði hann iðu-
lega.
En hann fékk líka fljótlega áhuga á ýmsum framfaramálum. Ég
minnist sérstaklega frá þessum fyrstu árum, hversu mjög hann studdi
móður mína í því að koma á fót minjasafni fyrir Austurland, sem hann
svo síðar hugsaði sér, að yrði í húsinu á Klaustri.
Augljóst er, að Gunnar dreymdi um að reka stórbú á Klaustri. Ég
hefi stundum velt fyrir mér þessari spurningu: Hafði hann kannski
strax dreymt þennan draum, þegar hann skrifaði söguna um Ormar
Örlygsson 1922?
Vissulega kom hann upp stóru búi, a. m. k. 400 fjár, þegar flest var,
en það var mikið á Héraði á þessum tíma, auk nautgripa og hrossa.
Og þar var margt vinnuhjúa á sumrin.
En nú breyttust tímar ört á íslandi og erfiðara og dýrara reyndist
að halda kaupafólk en verið hafði áður. Halldór Kiljan Laxness vitnaði
einmitt í bú Gunnars í einni af hinum frægu greinum sínum um land-
búnaðarmál á þessum árum.
Gunnar kom heim einmitt í þann mund sem íslensku þjóðfélagi var
varpað niður í deiglu mestu breytinga, sem yfir það hafa gengið. Hann
hélt út í hinn stóra heim frá þjóðfélagi, sem varla hafði breyst í hundruð
ára - og vann þar stóra sigra eins og fornaldarhetjur vorar í víkingu.
Draumur hans um stórbúið gat í rauninni ekki ræst, eins og komið
var. Hann hefði kannski getað ræst 10 eða 15 árum fyrr. Þetta olli
honum auðvitað vonbrigðum og margri mæðu. Maður komst ekki hjá
að taka eftir því, það því fremur sem Gunnar var ekki bjartsýnismaður
- eða svo skynjaði ég það á þessum árum.