Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 106
104
MULAÞING
verulegu leyti vera byggðar á bjartsýni hans. Ég held ég muni það rétt,
að það hafi verið greiddur hlutur fyrir uppsátrið og Þórhallur hafi keypt
fiskinn upp úr sjónum, en ekki man ég nú hvað þá var gefið fyrir kílóið
upp úr sjó. Þórhallur sá um aðgerðina og flutningana á saltinu austan
af Norðfirði. Bátarnir, sem fluttu saltið, þ. á m. Drífa, sem var tæp
30 tonn að stærð, ristu of djúpt til þess að geta flotið fullfermdir inn
að Miklagarðsbryggjunni, og sennilega heldur ekki tómir. Það varð
því að flytja allt salt úr þeim á uppskipunarbátum inn að bryggju.
Þessir flutningabátar fluttu svo fiskinn óverkaðan austur á Norðfjörð,
þar var hann verkaður. Það mun hafa verið Konráð Hjálmarsson á
Norðfirði, sá mikli athafnamaður, sem verkaði fiskinn fyrir Þórhall
Daníelsson, þá voru engir fiskireitir til á Höfn til þess að þurrka fiskinn
á. Á þessu sést, að það hefur verið við ýmsa örðugleika að etja fyrir
Þórhall. Ég held að þetta fyrirkomulag hafi verið lagt niður fljótlega
og þá hafi hver útgerðarmaður farið að salta sinn eigin afla, séð um
aðgerð á honum sjálfur og flutt hann svo heim að mestu á eigin bátum
til verkunar, hver heima hjá sér. Vertíðin á Ægissíðu lagðist fljótlega
niður eftir að Mikligarður var reistur. Bátarnir fóru stækkandi og þá
versnaði öll aðstaða þar vegna grunnsævis. Eskfirðingarnir fluttu sig
þá sumir út í Mikley, í verstöð sína þar, en aðrir gerðu út frá Miklagarði.
Við Ægismenn héldum til í Miklagarði þessa vertíð, sem var eins og
fyrr er getið, fyrsta árið sem sú mikla verstöð var til. Þetta varð eina
vertíðin okkar á Hornafirði um margra ára skeið, en síðar gerðum
við, sömu aðilar að mestu, út vélbátinn Þór NS 243, tæplega 12 tonna
bát, nokkrar vertíðir frá Hornafirði. En það er nú önnur saga.
Þessi vertíð 1920 var yfirleitt léleg hjá öllum. Aflahæsti báturinn
mun hafa fengið um 70 skippund (sem mun vera rúm 40 tonn, eða 42
tonn miðað við 600 kg skippundið upp úr sjó) yfir alla vertíðina. Við
á Ægi fengum tæp 50 skippund eða um 30 tonn samkv. sama reikningi,
yfir þann tíma sem við vorum þar, en hann var að vísu styttri en hjá
flestum hinna bátanna sökum þess hve seint við komum til Hornafjarð-
ar, eða 3-4 vikum síðar en þeir fyrstu. Á þessum árum var ekki farið
að veiða loðnu í fyrirdráttarnætur eins og síðar var gert í Hornafjarð-
arfljóti við Melatangann, en það kom fyrir að hún var tínd upp af
söndunum frosin og var henni þá beitt. Ég man eftir að þorskur gekk
inn í ósinn, þennan vetur á eftir sílinu. Það hafði hann víst oft gert
fyrr á árum og reynst þá hin besta björg í bú þegar til hans náðist.
Það má vel vera að talsverður fiskur hafi verið á miðunum þennan
vetur, en hann tók bara ekki þá beitu sem maður hafði, sem var léleg