Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 84
82
MÚLAÞING
til að koma upp nýjum, gagnlegum ferjubáti. Samþykkti sýslunefndin
að veita Aðalbjörgu umræddan styrk. Einnig fór Aðalbjörg fram á að
bryggja yrði sett austan megin Fljótsins, bryggja að norðan var í góðu
lagi. Sýslunefndin neitaði þeirri beiðni á þeim forsendum að það atriði
tilheyrði Suður-Múlasýslu. Sýslunefndin fór fram á að ferjunni yrði
einnig sinnt frá Egilsstöðum, vegna þess að illa sást frá Ekkjufelli til
þeirra ferðamanna, sem að austan komu. Mun sú skipan hafa komist
á um f880, að ferjumenn yrðu búsettir beggja megin Fljótsins.
Lögferja var á Jökulsá í Fljótsdal niður undan Skriðuklaustri. Sá
ferjustaður þótti ekki heppilegur, og var ferjan flutt út hjá Hrafnkels-
stöðum árið 1885. Árið 1886 voru sett og samþykkt á sýslufundi ferjulög
fyrir þá nýju ferju og þar með gjaldskrá, svohljóðandi: Fyrir mann og
reiðtygi 30 aurar. Fyrir hestburð og reiðfæri 20 aurar. Fyrir fullorðna
kind að hausti 8 aurar. Fyrir kind á vori, eldri en lamb, 5 aurar. Fyrir
fráfærulamb 1 eyrir. Fyrir reiðfæri sérstakt 5 aurar. Fyrir að róa stórgrip
á eftir ferju 10 aurar. Fyrir að hafa stórgrip í ferju 80 aurar. Lagt til
að sama gjald gildi varðandi lögferju hjá Ekkjufelli og víðar. Gjaldskrá
þessari var síðar breytt, þannig að ferjugjöldin hækkuðu. Skrá um
ferjugjöld er birt í sýslufundargerð 1921. Árið 1917 setti Metúsalem
Kjerúlf straumferjuna á Jökulsána hjá Víðivöllum, var sú ferja starf-
rækt til þess er áin var brúuð 1950. Nánar má fræðast um ferjuhald
þetta í Múlaþingi 3. hefti 1968.
Árið 1879 kom til tals að setja ferju á Lagarfljót milli Vallaness og
Áss, en aldrei varð af þeirri framkvæmd. Árið 1884 var ferja sett á
Fljótið hjá Litla-Steinsvaði, endurnýjuð 1986. Þar var síðar eða árið
1904 sett hin svokallaða svifferja. Um þá framkvæmd má fræðast í 3.
hefti Múlaþings 1968. Árið 1884 var samþykkt að setja ferju á Fljótið
hjá Rangá, ef sýslunefnd Suður-Múlasýslu tæki þátt í þeim kostnaði.
Víst er að ferja var þar starfrækt í allmörg ár. Árið 1895 var ferja sett
á Fljótið hjá Hóli, endurnýjuð var hún 1937. Árið 1930 var ferja sett
á Fljótið hjá Kirkjubæ. Nú er víst nóg komið um ferjur á Lagarfljóti.
Eftir að bílfærir vegir komu um sveitir, var þeirra ekki lengur þörf.
Hjá Lagarfossi kom nú líka brú á Fljótið árið 1973, leysti hún mikinn
vanda í samgöngumálum á Uthéraði.
Árið 1884 var sýslunefndarmanni Hjaltastaðahrepps falið að útvega
ferju á Selfljót hjá Tjarnarlandi, þaðan mun ferjan hafa verið flutt að
Klúku og 1904 að Bóndastöðum, síðan að Heyskálum. Eftir að Selfljót-
ið var brúað 1936, var ekki lengur þörf á ferju þar.
Árið 1895 var ferja sett á Jökulsá á Dal hjá Sleðbrjót, ferjumenn á