Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 135
MÚLAÞING
133
Krafist refsingar
„Annan þ. m. símritaði jeg til yðar, herra landssímastjóri, á þessa
leið:
„Stöðvarnar Mjóafirði óska þegar viðgerðar á símanum Króardals-
skarð. Lengi einþætt. Langsímatöl misheppnast opt. 26/6 varð ónýtt
samtal milli Brekku og Reykjavíkur, þó krafin full borgun kr. 1,75.
Óskum leiðrjettingar.“
Sem svar upp á fyrri part þessa símskeytis hef jeg fengið loforð um,
að viðgjörð á Króardalssímanum skuli fram fara svo fljótt sem hægt
er, og get jeg lýst ánægju minni yfir út af þessu svari, jafnvel þó að
þessi nauðsynlega aðgjörð enn ekki sje framkvæmd. En hvað snertir
síðara atriðið í nefndu símskeyti, þá er mjer ekki kunnugt um að þjer
hafið gjört ráðstafanir til að samtalið 26. júní sé annullerað.
Leyfi jeg mjer því hjermeð að óska þess:
1. að þjer, herra landssímastjóri, fyrirskipið, að endurborgað sje það
í símskeytinu umrædda símagjald, er Seyðisfjarðar símastöð heimt-
aði sjer greitt, þrátt fyrir mótmæli mín, samkvæmt þeirri staðhæfingu
eins af símaþjónunum, að samtalið hefði gengið vel, og
2. að símstöð Seyðisfjarðar fái maklega ofanígjöf og refsing fyrir að
hafa með staðhæfingu sinni og kröfu dróttað því að símastjóra
Brekkustöðvar, að hafa gjört tilraun til að draga sjer það fje er
landsímanum bar, eða koma sjer hjá að borga það, því að það var
einmitt undirskrifaður forstöðumaður Brekkusímastöðvar, sem átti
hið umrædda samtal við Reykjavík 26. júní síðastl.
Linghól, Mjóafirði 28. júní 1908
Virðingarfyllst
ÞHalldórsson
Samtalen kom istand
Oversendes bestyreren Seydisfjord til udtalelse og Tilbagesendelse
hertil.
Reykjavik5/8 .08.
Forberg
I fplge de oplysninger, der her paa Stationen kan gives om bemeldte
Samtale d. 26/6 fra Mjoafjord til Reykjavik, var Liniens Tilstand
nævnte Dag ikke daarligere end at Samtalen kom istand, og specielt