Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 58
56
MULAÞING
son frá 1907 - 1910. Metúsalem Stefánsson tekur við af honum og
starfar til 1918. Á árunum 1906 - 1908 er byggt nýtt skólahús á Eiðum.
Veittu sýslurnar ríflegan styrk til þeirra framkvæmda.
Sameiginlegir fundir Múlasýslna voru árlega haldnir, oftast á Eiðum
til þess að ræða og taka ákvarðanir um málefni varðandi skólann og
rekstur skólabúsins. I upphafi voru kosnir 3 menn í stjórnarnefnd, til
tveggja ára, og síðan á tveggja ára fresti til að sjá um rekstur skólabús
og skóla. Sú nefnd lagði árlega fram reikninga stofnunarinnar og tillög-
ur sínar um reksturinn. Einnig var upphaflega kosin nefnd til að semja
reglugerð fyrir skólann, sem rædd var síðan og samþykkt á sameigin-
legum fundi sýslunefnda.
Ekki náðist samkomulag við Austur-Skaftfellinga um aðild þeirra
að Eiðaskóla. Einnig var rætt við Þingeyinga um þátttöku í stofnun
Eiðaskóla, en þeir höfnuðu því, enda mun þá hafa verið til umræðu í
Þingeyjarsýslum að stofna búnaðarskóla þar.
Árið 1917 2. júní var sameinaður sýslunefndafundur Múlasýslna
settur og haldinn á Eiðum, þar var samþykkt svohljóðandi tillaga:
1. Eiðaskólaeignin skal boðin landinu með eftirtöldum skilyrðum:
a. Skólaeignin skal virt eftir mati óvilhallra manna, er landsstjórnin
útnefnir. b. Landinu skal afhent eignin með þeim skuldum og kvöðum,
sem á henni hvíla og sýslunum hennar vegna, gegn því að landið reki
myndarlegan bændaskóla eða lýðskóla á Eiðum eða öðrum hentugum
stað á Austurlandi. Verði skólinn lýðskóli, þá sé sett í samband við
hann námskeið er kenni jarðrækt.
2. Þingmönnum Austfirðinga er falið að flytja málið á Alþingi, og
er áskilið að þeir útvegi tryggingu fyrir því að skólinn verði framtíðar-
skóli.
Þetta mál fékk afgreiðslu á Alþingi með þeim hætti, að ríkið yfirtók
eignir og skuldir Eiðaskóla og kom þar á fót alþýðuskóla í samráði
við nefnd sem kosin var af sýslunefndum Múlasýslna. Eins og kunnugt
er starfar Eiðaskóli enn í dag. Er nú hin síðari ár orðinn hlekkur í
keðju skólakerfis Austfirðinga. Ég ætla ekki að lengja þennan pistil
meira um Eiðaskóla, enda koma sýslunefndir lítið við sögu hans eftir
að ríkið tók við rekstrinum. Fræðast má nánar um skólann í Eiðasögu
Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi. Þó vil ég geta þess, að árið 1983,
þegar skólinn átti 100 ára afmæli, mætti sýslunefnd Norður-Múlasýslu
á hátíð sem haldin var á Eiðum af því tilefni. Afhenti nefndin þá
skólanum að gjöf kr. 30.000,00 til minningar um liðna tíma.
Sýslunefnd þurfti fleiru að sinna í menntamálum en Eiðaskóla. Árið