Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 168
166
MÚLAÞING
dreifðir. Á milli þeirra er graslendi eða hálfber leirjarðvegur, þar sem
víðirinn var greinilega í vexti.
Ég skrifaði þar niður eftirfarandi piöntur: Polygonum viviparum (kornsúra), Cerastium
vulgatum (vegarfi), Euphrasia officinalis (augnfró), Thalictrum alpinum (brjóstagras),
Rhinanthus minor (lokasjóður), Equisetum (elfting), Luzula spicata (axhæra), Trisetum
subspicatum (lógresi), Thymus Serpyllum (blóðberg), Empetrum nigrum (krækilyng), Vac-
cinium uliginosum (bláberj alyng), Tofieldia borealis (sýkigras), Cerastium alpinum (músar-
eyra), Luzula multiflora (vallhœra), Silene acaulis (iambagras), Galium silvestre (hvft-
maðra), Salix herbacea (smjörlauf), Carex capillaris (hárleggjastör), Kobresia scirpina
(þursaskegg), Juncus trifidus (móasef), Juncus balticus (hrossanál).
Auk þessara plöntutegunda, sem uxu hér og þar, var undirgróðurinn
aðallega myndaður af Agrostis (língresi), Festuca (vingli) og Poa- (sveif-
gras)- tegundum, fremur lágvöxnum. Víðirinn sem myndaði kjarrið
var hér Salix lanata (loðvíðir).
í Víðirgróf og Bjarnastaðaskógi (Skriðdal) var víðikjarrið aðallega
myndað af Salix phylicifolia (gulvíði), auk Salix lanata (grávíðis) af 2
- 3 feta hæð. Þar var dálítið íbland af Betula odorata (ilmbjörk), sem
óx þar á víð og dreif. Á þessum stöðum hefur eflaust verið birkiskógur
fyrrum.
HELGI JÓNSSON GRASAFRÆÐINGUR DR. PHIL.
OG ATHUGANIR HANS Á JURTARÍKIAUSTURLANDS
Helgi Jónsson er fæddur á Miðmörk undir Eyjafjöllum, 11. apríl
1867. Foreldrar hans voru hjónin Jón Bjarnason prestur og Helga
Árnadóttir, og var Helgi yngstur fjögurra barna sem upp komust.
Bræður hans voru Bjarni Jónsson frá Vogi og Magnús Blöndal Jónsson
prestur í Vallanesi, báðir þjóðkunnir á sínum tíma.
Helgi lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum í Reykjavík 1890 og
hóf síðan að nema náttúrufræði, með grasafræði sem aðalgrein, við
Kaupmannahafnarháskóla. Hann veiktist af brjóstveiki á háskólaárun-
um og varð að gera hlé á náminu 1893 - 1894. Þann tíma dvaldi hann
í Vallanesi hjá Magnúsi bróður sínum, sem þar var orðinn prestur og
umsvifamikill bóndi.
Þessi tvö sumur ferðaðist hann víða um Austurland og safnaði ótrú-
lega miklu efni um flóru og gróður landshlutans, sem hafði til þessa
orðið útundan hjá flestum náttúrufræðingum og var því tiltölulega lítið
þekktur í grasafræðilegu tilliti.