Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 103
MÚLAÞING
101
ástandið í þessum efnum þangað til við komumst til Djúpavogs. Þar
fengum við lampaglös.
Fæðið og eldamennskan
Maturinn okkar var nú víst frekar af skornum skammti eftir því sem
nú tíðkast í þeim efnum um fæði á fiskibátum. Við fórum að sjálfsögðu
vel mettir að heiman, þegar við lögðum af stað í Hornafjarðarferðina,
og svo voru sjóbitakassarnir okkar hlaðnir með ýmsu góðgæti, sem
dugði okkur fyrst um sinn. En það sem við annars keyptum til matar
í þessa ferð, var aðallega brauð og kaffi. í bakaríinu heima á Seyðisfirði
keyptum við eitthvað af kaffibrauði, þá helst vínarbrauð, snúða o. fl.
þess háttar. Svo vorum við vel birgir af rúgbrauði, kringlum og kexi.
En það fór nú eins og það fór með brauðmatinn, þegar við fengum á
okkur sjóhnútana - og áður er minnst á hér að framan. Dósamjólk
höfðum við talsvert af, hún var á þeim árum mikið notuð bæði til sjós
og lands. Á Fáskrúðsfirði keyptum við saltkjöt í eina máltíð.
Fryst kjöt var ófáanlegt, enda íshúsin á þeim árum aðallega notuð
til þess að geyma í beitu. Það má næstum segja að kaffi og kaffibrauð
hafi verið aðalfæðan okkar í þessari ferð. Þá var eingöngu lagað svo-
kallað ketilkaffi og drukkið úr leirkönnum, sem einnig voru nefndar
fantar, eða skipskönnur. Lítið var um diska og með í þessari ferð
aðeins tveir emaleraðir blikkdiskar, sem notast var við í mesta bróðerni.
Hnífar aðeins sjálfskeiðungar, sem þá voru í hvers manns vasa, og
einnig dólkar sem festir voru við mittisbelti. Skeiðum og göfflum man
ég ekki eftir í þessari ferð. Þetta er nú það helsta að segja um matföngin
okkar í ferð þessari. Það bjóst enginn við því að við yrðum rúma 20
sólarhringa á leiðinni til Hornafjarðar, þegar við fórum að heiman.
Annars má segja það yfirleitt um þessa skrínukostbáta, að það var
alls ekki gert ráð fyrir að matur væri eldaður um borð í þeim.
Þar voru engir diskar til að borða af, hvorki grunnir né djúpir, heldur
engin hnífapör, aðeins notaðir vasahnífar og dólkar eins og við notuð-
um í okkar ferð. Margar ferðir voru farnar á vertíð á næstu árum frá
Seyðisfirði, þá aðallega til Djúpavogs og enn síðar til Hornafjarðar,
við svipaðar aðstæður hvað útbúnað snerti, sem hér hefur verið lýst.
í venjulegum fiskiróðrum, sem miðuðust við að koma daglega að landi,
var eingöngu notaður skrínukostur. Hver maður átti sinn bitakassa,
og í hann var látið nestið til róðursins, og fór það þá eftir efnum og
ástæðum hvað látið var í hvern kassa.