Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 206
204
MÚLAÞING
skuldir borgaðar á tilteknum tíma,
t. d. hreppsvega- og sýsluvegagjald
o. fl. Petta gat hver fátæklingur unnið
af sér fyrir fám árum. Nú verður að
borga þau með útskript, eða pening-
um. Sumir fá að vísu að vinna þau af
sér, en sumir ekki.
Þá eru atvinnuvegir okkar. Þeir eru
tveir, landbúnaður og sjávarútvegur.
Hvernig eigum við að efla þá til bráðra
og mikilla framfara? Eg finn ekki nema
eitt svar. Þeir verða að hjálpast að.
Mundi ei ekki vera heppilegt fyrir
landbóndann og sveitina í heild sinni
að sjávarbændur tækju af landbóndan-
um efniiega unglinga og gjörði þá að
dugandi sjómönnum? Það sýnist mér
heppilegra ef það væri hægt heldur en
að safna hingað heilum herskara af
sunnlendingum á hverju vori, ekki ein-
ungis til að taka af okkur Vopnfirðing-
um hér um bil alla sjávar-atvinnu,
heldur einnig landbúnaðarvinnu að
sumu leyti. Því til sönnunar get eg þess
að það voru sunnlendingar sem látnir
voru vinna að dráttarbyggingu á
hreppsvegi við Selá. En Selárdælingar
fengu ekki að vinna sumir. Þessu fyrir-
komulagi má hver hæla sem vill. Eg
gjöri það ekki. Aftur á móti ef sjávar-
bóndinn tæki af okkur landbændum
menn til sjávar, gæti hann aftur haft
heyskap hjá okkur landbændum, jafn-
vel gripi á vetrum og búsmala á
sumrum. Eg hygg sjávarbændum yrði
þetta hollara en að fleygja peningum
í sunnlendinga fyrir vinnu þeirra. Þetta
mætti kalla einskonar vinnuskipti, sem
yrðu hagfelldari í viðskiptum en gull
og silfur, sem nú fer að verða heldur
sjaldséð vara hjá oss bændum.
Sparsemi er ágæt í sjálfu sér, en að
feta hennar rétta feril hygg eg sé mikið
vandaverk og ekki fljótlært.
Dugnaðinn verðum við að sýna. Já,
við verðum að vinna af öllum lífs og
sálarkröptum. Við verðum að fækka
þessum nýju embættismönnum, t. d.
lúsaleitarmönnum. Og það getum við
best með því að ala ekki andsk . . .
maurinn í skepnunum. Ef hann er
ólæknandi, sem helst lítur út fyrir, fyrst
ekki dugði að tvíbaða í haust, þá verð-
um við að eyðileggja fjárstofn okkar
þar sem kláðavart hefur orðið og fá
aptur nýjan stofn kláðalausan, og þá
hverfur allur þessi kláðakostnaður.
Kostnaðinn við kláðaleit, sótthreinsun
húsa og fjárbaðanir, álít eg bráða eyði-
legging fyrir hvert sveitarfélag.
Að svo mæltu skora eg á alla Vopn-
firðinga, sveitamenn og sjávarbændur,
að sverjast í fóstbræðralag og ganga
fram á vígvöllinn til að berjast gegn
skuldunum og öllu illu sem þeim fylgir.
Og ef einhver fellur í valinn af skulda-
sárum, þá er sjálfsagt að reisa hann á
fætur og græða ef hægt er, útvega hon-
um atvinnu til lands eða sjávar eptir
því sem best hentar. Það virðist svo
sem 20. öldin ætli að verða gullöld, svo
byrjar hún fagurlega. Tíðin sem verið
hefur síðan um nýár er dæmafá og ef
Guð gefur okkur framhald af henni til
vors eða lengur ættum við ekki að láta
hugfallast. Við megum ekki standa
niðri í dölunum og horfa aðeins á
skuggamyndirnar. Við verðum að
ganga á sjónarhól og horfa yfir sveit-
ina. Og hvað sjáum við þá. Við sjáum
víða timburhús, alstaðar betri bygging-
ar en um 1870. í þessum húsum sitja
víða kennarar að fræða unglingana og
stúlkur við saumamaskínu við glóbjart
olíuljós.
Hvernig var þetta 1870? Þá voru 3
íveruhús á Vopnafirði, nú skipta þau
tugum. Á bæjunum handi [hangdij þá