Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 77
MÚLAÞING
75
5. Tunguhreppur: a. Frá Stórabotnsvaði á Rangá, um bæinn Rangá
og Dagverðargerði, fyrir neðan Vífilsstaði, um Straum að dragferjunni
hjá Litla-Steinsvaði, þaðan þvert yfir hreppinn, norðan við Álftavatn,
suðvestan við Búðarvatn, hjá Brekku, yfir Brekkuaxlir, um Hallfreðar-
staði, Stóra-Bakka og Blöndugerði, að brúnni á Jökulsá hjá Fossvöll-
um. b. Frá lögferjunni á Lagarfljóti undan Hóli, vestur Eyjar, yfir
Kvísl, um Geirastaði og Galtastaði, þaðan að ferjustaðnum á Jökulsá
undan Sleðbrjót.
6. Fellahreppur: Vegur frá Lagarfljótsbrú inn fyrir neðan Ekkju-
fellstún, inn á Víkurhnausa, fram hjá Víkurhúsum, inn með Fljóti,
neðan við Setbergshús og Hreiðarsstaði, yfir Þorleifará og Ormars-
staðaá, inn bak við Ásklif, ofan við tún á Hofi inn á Skersl, þar fast
aö Fljóti, síðan inn og upp Flaukabæli, yfir Teigará, um Hrafnsgerðis-
mýrar, yfir Fitalæk í Langamel og með Fljóti að Hrafnsgerðisá.
7. Fljótsdalshreppur: Frá Gilsá inn með Jökulsá, um tún á Hrafn-
kelsstöðum að lögferjunni þar. Úr ferjubotni um Hamborgar- og Bessa-
staðaengjar, neðan við Mela, yfir Bessastaðaá að Bessastöðum, þaðan
út með brekkum, um Bessastaðagerði neðan við Mela, yfir Hengifossá,
út neðan við Brekku og Brekkugerði, um Brekkugerðisklif, fyrir ofan
Geitagerði, en neðan við Arnheiðarstaði, um Parthús og meðfram
Fljóti út að Hrafnsgerðisá.
8. Hjaltastaðahreppur: Frá Bergvaði á Selfljóti, um Hreimsstaði, út
fyrir ofan Rauðholt, út Rauðholtsása í Prestaklauf, um Hjaltastað, austur
yfir Staðará á Kirkjuvaði, austur yfir mýrar og móa, yfir Dalalæk, um
Dali, út fyrir norðan Vegatjörn, um Sandbrekku, þaðan í útnorður ofan
á Sandbrekkunes, út með Bjarglandsá og yfir hana á Drangavaði, þaðan
austur fyrir framan Hrafnabjarganes, um Hrafnabjörg, þaðan út Uröir,
yfir Ósnes og út neðan við Unaós, með Selfljóti að Krosshöfða. Þaðan
um Gönguskarð, sem skilur Njarðvík frá Hjaltastaðaþinghá.
9. Borgarfjarðarhreppur: Vegur af Gönguskarði ofan Göngudal,
yfir Njarðvík vestan Njarðvíkurtúns, um Njarðvíkurskriður, um
Snotrunes, norðan við Geitavíkurtún að þingstað hreppsins á Bakka-
gerði. Paðan inn norðurbyggð um Hvol og Gilsárvöll, austan við túnið
á Grund, suður Tungur til Húsavíkurheiðar, upp norðan megin heið-
arinnar og áfram yfir hana. Síðan yfir þvera Húsavík innan við Gunn-
hildará, og upp á Nesháls utan við Skæling.
10. Loðmundarfjarðarhreppur: Af Hjálmárdalsheiði fram sunnan
ár að Sævarenda, þaðan norður yfir ána og út með henni, yfir Flóðkíl
hjá Háuþúfu, um Arnarhóla, Hestabala og Stekkjarhraun, út fyrir ofan