Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 134
132
MÚLAÞING
1971, en eftir það var stöðin flutt í næsta hús, Höfðabrekku, þar sem
Hrefna Einarsdóttir hefur séð um hana síðan.
Þegar sími kom yfir Drangaskarð sem fyrr segir, var býsna langt á
milli stöðva á Norðfirði og í Firði. Það var þó ekki fyrr en 1927 að
eftirlitsstöð var sett á Krossi, bæ undir Drangaskarði norðanverðu, og
seinna um skeið á Reykjum þegar Kross fór í eyði.
Vorið 1907 þegar verið var að leggja símann barst hreppsnefndinni
málaleitan frá viðkomandi bændum um að „sett væri á einkasímann
við Hesteyri svokallað „Gjennemgangi“ taltæki. Spunnust nokkrar um-
ræður og var það að úrslitum að nefndarmenn neituðu að veita sam-
þykki til þessa.“
Það er svo ekki fyrr en 1918 að nýtt númer kemur til sögu við stöðina
á Brekku hjá Vilhjálmi Hjálmarssyni hreppstjóra og sonum hans.
Árið 1937 - eftir því sem ég kemst næst - gerist hvort tveggja, sími
er lagður frá Seyðisfirði yfir Dalaskarð að Grund til vitavarðarins á
Dalatanga, og sveitarsími að Hesteyri, Hofi og Eldleysu. Einnig fjölg-
aði númerum í Brekkuþorpi.
Þráðlaust, sjálfvirkt samband komst á við Dalatanga 1972 og þremur
árum seinna við símstöðina á Brekku. Haustið 1985 kemur síðan sjálf-
virkur sími til allra símnotenda í Mjóafirði, alls 15 símar, frá símstöð-
inni þar á staðnum.
EFTIRMÁLI AF STÓRÖRK
Því verður ekki á móti mælt, að oft hefur verið lélegt símasamband
við Mjóafjörð og bilanir tíðar á köflum. Fjallvegirnir reyndust erfiðir,
snjóflóð alltíð þar og í byggð og talsverð ísingarhætta.
Nýlega barst mér í hendur merkileg heimild, í senn brosleg og stór-
fróðleg. Þetta er þéttskrifuð stórörk. Er þar á sérstæðan hátt fjallað
um símasambandið við Mjóafjörð á fyrsta ári talsíma þar. Höfundar
eru fimm og hefur einn þeirra, landssímastjóri, áritað plaggið þrisvar.
Boðleið hins óvenjulega sendibréfs er þessi: Brekka - Reykjavík -
Seyðisfjörður - Reykjavík - ísafjörður - Reykjavík - Seyðisfjörður -
Fjörður - Brekka. Og þar fannst það í bréfapakka frá dögum séra
Þorsteins Halldórssonar.
Nú geri ég þessa „hópvinnu“ símans manna að einskonar eftirmála
þáttarins um lagningu talsíma til Mjóafjarðar árið 1907. Og ég árétta:
Það sem hér fer á eftir er ritað eigin hendi á einu og sömu stórörkina: