Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 150
148
MÚLAÞING
að tyrfast. Frjófgunarkraptur slógsins hlýtur þá að fara í jörðina, og gerir þegar
jarðveginn einkar frjósaman og það um fleiri ár.
í sambandi við þessa notkun slógsins hlýðir vel að minnast þess, hvílík hvöt
fyrir alla er við sjó búa og nóg geta haft af ágætum áburði, það mun vera til
að hafa slóg til túnræktunar, að af einni vallardagsláttu velræktaðri má árlega
fá 15 til 20 hesta af töðu. Það ætti því að vera mögulegt fyrir nær því hvern
þann mann er býr við sjó að hafa eina kú að minnsta kosti, ef ekki fleiri, þegar
þess er líka gætt, að hey má mjög svo drýgja með alls konar sjófangi, auk þess
sem flestum er innan handar að spara það með mjöli.
Sumir kunna að kenna mannfæð um, að þeir geti ekki þegar mikill er afli,
hagnýtt sér allt slógið. Þó ættu allir að eiga hægt með, ef þeir gerðu fyrir fram
gryfjur þar sem fiskinum er fleygt upp, að kasta slóginu þangað, og moka smátt
og smátt mold saman við. Ef menn ætluðu sér að geyma slógið moldarlaust í
gryfjunum þyrftu þær að vera steinlímdar að innan, til þess að mesti krapturinn
sigi ekki niður í jörðina og á maðktíma þyrfti að hleypa vatni í gryfjurnar og
láta standa á slóginu, að það maðkaði ekki. Ef þessar gryfjur væru til þegar
afli byrjar, væri engum vorkunn að koma í þær öllu slógi er til féllist hversu
annríkt sem hann annars ætti. Ef menn gerðu sér þetta að reglu gengi það létt
og greitt sem hvert annað vanaverk.
Það ætti líka að vera hægt fyrir alla að salta þorskhausana jafnóðum og geyma
þá til kúafóðurs á vetrum. Meiri fyrirhöfn væri að þurka þá og herða til manneld-
is. Þó mætti miklu optar koma því við en gert er, að minnsta kosti á öllum
þeim tíma ársins sem ekki er maðkhætt.
Að herða þegar sundmaga og gjöra þá að verzlunarvöru eins og nú er gert
við Faxaflóa - úr þeim er síðan tilbúið hið alkunna snikkaralím - krefur mikla
fyrirhöfn og alúð. Minni fyrirhöfn væri að salta þá alla niður meðan mestu annir
eru, taka þá síðan upp úr saltinu er meira hægist um, þvo þá og herða.“
Þar með lýkur hollum ráðum greinarhöfundarins um betri nýtingu
sjávaraflans og má segja að ef eftir hans leiðbeiningum væri farið að
öllu leyti væri dálkurinn það eina sem ekki nýttist af fiskinum. Lýkur
greininni síðan með því að sú skoðun er látin í ljós að sjónum við
ísland megi líkja við gullnámur annarra landa svo fremi að landsmenn
nýti aflann, sem úr honum kemur, eins vel og frekast er kostur.
Svo virðist að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar austfirskra blaða um
ágæti fiskúrgangs sem áburðar, hafi það einungis verið tiltölulega fáir
bændur við sjávarsíðuna austanlands sem hagnýttu sér úrganginn svo um
munaði. Flestir virðast hafa haldið í þann sið að nota húsdýraáburð nær
eingöngu til áburðar, jafnvel þó nóg væri af fiskúrgangi við höndina.
Þeir bændur, sem mest notuðu fiskúrgang til túnræktunar á Austur-
landi um og uppúr síðustu aldamótum, voru umtalaðir og má þar t. d.
nefna bændurna á Brekku í Mjóafirði og á Brimnesi við Seyðisfjörð.