Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 167
MÚLAÞING
165
hægt af stað, en þegar jarðvegsrofið er komið á skrið og vindurinn
hefur náð taki á þurri leirmoldinni, getur uppblásturinn verið ótrúlega
hraður. Þannig er þetta á flatlendinu, þar sem skógbotninn er oft
talsvert þýfður.
í hlíðunum byrjar rofið á annan hátt, þannig að vatnsrennsli úr hærri
hlutum fjallsins, brýst undir jarðvegslagið og myndar göng sem stækka
með tímanum og opnast með niðurföllum hér og þar, þangað til kominn
er grafningur með jarðbrúm, er síðan falla smám saman og eftir verður
samfellt gildrag (jarðfall).
Við þetta þornar jarðvegurinn, næst grafningnum, og vindurinn nær
betri tökum á honum, svo hér getur eyðingin orðið mjög hröð. Hér
skiptir eflaust líka máli, að allt það vatnsmagn, sem birkiskógurinn
sýgur upp úr moldinni, þarf nú að leita framrásar á yfirborðinu og
neðan jarðar, og á það sinn þátt í greftrinum. Trjárætur, sem eftir
verða í moldinni við skógarhöggið, breyta hér ekki miklu um, því þær
fúna innan tíðar.
Jarðvegsrof (uppblástur) er mjög áberandi og útbreitt á Fljótsdals-
héraði. Þegar hvasst er, þyrlast þurr leirmoldin upp í loftið, og getur
verið óþægilegt að ferðast við þær aðstæður á þeim svæðum, sem verst
hafa orðið úti.
Ekki gerist það þó alls staðar, að jarðvegur eyðist á eftir skógi,
heldur fyrst og fremst á þeim stöðum sem eru áveðurs og í hlíðunum.
Á skjólsælum stöðum getur skógbotnsgróðurinn haldist eða tekið hæg-
fara breytingum. Einnig hef ég sums staðar tekið eftir því, að víðikjarr
fetar í fótspor skógarins þar sem hann eyðist.
Þar sem skógar hafa vaxið í lægðum með meira eða minna djúpum
jarðvegi, verða til mýrar þegar trjágróðurinn eyðist. Um þetta eru
mörg dæmi. Þar sem birkifauskar finnast í stórum stíl í svarðarmýrum
(mómýrum), hlýtur þar eitt sinn að hafa verið skógur.
B. VÍÐIKJARR
Lágvaxið víðikjarr af dreifðum smárunnum hittist á ýmsum stöðum,
t. d. meðfram ám, þar sem á milli eru grasi vaxin svæði eða leirflög
með strjálum gróðri af ýmiss konar samsetningu.
Stundum er víðikjarrið í lyngmóum og getur þá ýmist verið ríkjandi
eða lítilvægt, miðað við lyngið.
Dæmi um víðikjarr má taka af Hallormsstaðahálsi: Þar eru víðirunn-
arnir af ýmsum stærðum, yfirleitt 1 - 2 fet á hæð og meira eða minna