Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 52
50
MÚLAÞING
Sýslunefndir létu heilbrigðismálin til sín taka, gjörðu ályktanir um
skipulag, og studdu fjárhagslega ýmsar framkvæmdir varðandi heilsu-
gæslu o. fl.
Árið 1896 var sameiginlegur sýslufundur Múlasýslna haldinn að Eið-
um. Lagt var þar fram bréf amtsins ásamt tillögu frá Læknafélagi
Austfirðinga varðandi læknaskipunarmál í Múlasýslum. Samþykkt var
tillaga um eftirfarandi læknishéruð:
1. Vopnafjörður og Skeggjastaðahreppur.
2. Jökuldalur og Hlíð.
3. Úthéraðs: Tunguhreppur, Hjaltastaðahreppur, Eiðahreppur og
Borgarfj arðarhreppur.
4. Loðmundarfjarðarhreppur, Seyðisfjarðarhreppur og Mjóafjarð-
arhreppur.
5. Upphéraðs: Fellahreppur, Fljótsdalshreppur, Skriðdalshreppur
og Vallahreppur.
6. Norðfjarðarhreppur, Eskifjarðarhreppur og Reyðarfjarðar-
hreppur.
7. Fáskrúðsfjarðarhreppur, Stöðvarhreppur og Breiðdalshreppur.
8. Djúpivogur, Beruneshreppur og Geithellnahreppur.
Það virðist vera að samþykkt þessi hafi haft tilætlaðan árangur, því
árið á eftir, 1897, gerir landlæknir tillögur um nýja læknaskipun, sem
samþykkt var þannig.
1. Vopnafjarðarhérað: Skeggjastaðahreppur og Vopnafjarðar-
hreppur.
2. Hróarstunguhérað: Jökuldalshreppur báðum megin Jökulsár
upp að Gilsá, Hlíðarhreppur, Tunguhreppur, Eiðahreppur, Hjalta-
staðahreppur og Borgarfjarðarhreppur.
Það gekk illa að fá hentugan bústað fyrir lækninn í þessu læknishéraði
og var því oft þjónað af læknum í nálægum héruðum. Læknirinn bjó
þó á Hjaltastað árin 1927 - 1941, ekki þó óslitið.
3. Fljótsdalshérað: Jökuldalshreppur báðum megin Jökulsár ofan
við Gilsá, ásamt Jökuldalsheiði, Möðrudal og Víðidal, Fellahreppur,
Fljótsdalshreppur, Vallahreppur og Skriðdalshreppur. Læknissetur að
Brekku í Fljótsdal.
4. Seyðisfjarðarhérað: Seyðisfjarðarkaupstaður og Seyðisfjarðar-
hreppur, Loðmundarfjarðarhreppur og Mjóafjarðarhreppur. Læknis-
setur á Seyðisfirði.
Árið 1911 sameinaðist Mjóafjarðarhreppur Norðfjarðarlæknishér-
aði. Um 1940 hófst umræða um breytingar á læknaskipun á Héraði og