Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 60
58
MÚLAÞING
Ekkert varð af framkvæmdum að sinni, en stofnaður var svokallaður
Kvennaskólasjóður Austurlands, sem kom síðar að góðum notum.
Árið 1918 er Sigrúnu Pálsdóttur Blöndal á Hallormsstað veittur styrk-
ur til vefnaðarkennslu. Pá mun Hallormsstaður hafa komið inn í mynd-
ina, sem staður fyrir kvennaskóla á Austurlandi. Nokkuð er það að á
árunum f928 - 1931 rís skólahús kvennaskólans á Hallormsstað. Aðild
að því áttu sýslu- og bæjarfélög á Austurlandi og ríkissjóður. Kvenna-
skólinn hóf störf sín á Hallormsstað árið 1930. Árlega frá 1929 - 1976
samþykkir sýslunefnd Norður-Múlasýslu styrkveitingu til reksturs
kvennaskólans á Hallormsstað. Kvennaskólasjóði áðurnefndum var
varið til byggingar skólahússins. Árið 1978 yfirtekur ríkið skólann og
hefir séð um rekstur hans síðan.
Norður-Múlasýsla hefir tekið þátt í því að koma á fót og styrkja
ýmsar stofnanir varðandi menntun og menningarmál.
Sýslufundargerð 1944 ber það með sér að starfandi er sögunefnd,
sem ætlað er það verkefni ásamt öðrum sýslu- og bæjarfélögum í fjórð-
ungnum að stuðla að því að skráð verði saga Austfirðinga. Útkoman
varð sú að stofnað var Sögufélag Austurlands 1965. Á vegum þess
hófst útgáfa tímaritsins Múlaþings 1966, sem enn lifir góðu lífi. Útgáfu-
stjórn skipa 5 menn, einn frá hvorri Múlasýslu og einn frá hverjum
kaupstað, Seyðisfirði, Neskaupstað og Eskifirði.
Minjasafni Austurlands veittur árlega fjárstyrkur til reksturs frá 1944
og nú hin síðustu ár til byggingar safnahúss sem er í smíðum. Einnig
til minjasafns að Bustarfelli í Vopnafirði, styrkur veittur árlega frá
1981. Sambandi austfirskra kvenna, veittur fjárstuðningur 1930 og svo
til árlega frá 1943. UÍA fær styrk árlega frá 1943. Skáksamband Aust-
urlands fær styrk 1971 og frá 1977 - 1988. Tónlistarfélag Fljótsdalshér-
aðs fær fjárstyrk 1971 - 1976. Til byggingar Valaskjálfar var veitt
nokkurt fé 1967 og 1968. Til Fræðsluráðs Norður-Múlasýslu, styrkveit-
ing 1968 - 1973. Til útgáfu sóknarlýsinga, styrkveiting 1983 og 1984.
Til byggingar heimavistarbarnaskóla Skjöldólfsstöðum 1946 - 1950.
Til byggingar heimavistarbarnaskóla Torfastöðum Vopnafirði 1948 -
1949. Til byggingar heimavistarbarnaskóla á Eiðum 1961. Til byggingar
heimavistarbarnaskóla á Hallormsstað 1965 - 1969. Til stúdentagarðs
í Reykjavík 1930 greidd upphæð sem svarar kostnaði við eitt herbergi,
óskað eftir að herbergið heiti Aðalból. Til nýs stúdentagarðs 1943 -
1944 var lögð fram upphæð sem duga átti fyrir kostnaði við eitt herbergi,
óskað eftir að það herbergi fengi nafnið Skriðuklaustur.
Fyrr á árum styrkti sýslan nokkuð sundkennslu á Eiðunr og í Vopna-