Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 201
MÚLAÞING
199
Þar lá það ónotað 1913 - 1921, en síðara tilgreint ár er séra Ingvar
í hreppsnefnd og verður oddviti. Þá er farið að hreyfa brúarmálinu á
ný, og eitt af því fyrsta sem til umræðu kemur er kjalsvínið, sem hefur
legið inn við Grund í átta ár, segir í fundargerð hreppsnefndar. Hrepps-
nefnd telur að svínið sé eign hreppsins.
Nú ræðir oddviti rnálið við Grundarmenn og Gilsárvellinga. Þeir
taka vel í að láta tréð af hendi, og þá er ákveðið að sækja það inneftir
og fleyta út ána að brúarstæðinu ef menn fáist til þess endurgjaldslaust.
En á skammri stund skipast veður í lofti. Fyrsti fundur um brúarmálið
var 17. nóv. 1921 og hinn næsti 6. des. Þá var búið að koma trénu á
ána hjá Grund og bændur ekki til viðtals um að sleppa því nema gegn
greiðslu er nægi fyrir nýju tré.
Ekki sést bókað á hvaða rökum þeir hafa byggt rétt sinn til trésins,
en hreppsnefnd virðist fallast á þann rétt eftir alllangt þóf og hótun
um að beita sýslumannsvaldi til að ná því.
Hún hefur þó ágirnd á trénu sem áður og samningaþóf hefst, en
leiðir ekki til afhendingar.
Liggur nú kjalsvínið í þagnargildi um sinn, og tíminn líður við undir-
búning brúarmálsins. Þá tekst m. a. að fá 600 króna styrk til brúargerð-
arinnar úr brúarsjóði Norður-Múlasýslu, og á fjárhagsárinu 1924 -
1925 er hafist handa við smíðina.
Þá er keypt 30 álna tré af Hólsmönnum í Hjaltastaðaþinghá, það dregið
að Selfljóti og síðan aftan á bát til Bakkagerðis og þaðan á brúarstæðið.
Síðasti spölurinn var erfiðastur og dýrastur, tók 17 klukkustundir og
kostaði 207 krónur, en alls kostaði þetta tré og stúss við það 391 krónu.
Aðalbyggingarár brúarinnar voru næstu ár, 1925 - 1926. Nokkur
lýsing er á brúnni í hreppsreikningum (fylgiskjölum). Samkvæmt því
er hún 45 álna löng, 1 alin og 6 þumlungar á breidd innan handriða,
hæð frá vatnsborði 7 fet. Tveir þriðju hlutar brúarinnar eru byggðir á
einum ás sívölum 133/4 þuml. í þvermál að meðaltali, en hinn hlutinn
á þrem trjám. Þverbitar á þessum burðartrjám eru alls 60 og pallur úr
6 þuml. borðum sem eru IV2 þuml. á þykkt. í handriði eru 60 uppstand-
arar úr 2 x 4 þuml. plönkum og sams konar efni í handriðunum að
ofan. Þverbitar undir palli ná út fyrir brúargólfið og skástífur úr hand-
riði út á enda þeirra. Búkkar eru þrír, timburbúkki að norðan (vestan)
á klöpp við torfbakka náttúrlegan, miðbúkki grjótfyllt timburvirki og
austurbúkki steyptur.
Brúin var gerð eftir ráði og fyrirsögn Valgeirs Sigurðssonar aðstoð-
armanns landsverkfærðings. Hann hafði sjálfur yfirlitið brúarstæðið.