Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 163
MÚLAÞING
161
Af Egilsstaðaskógi vil ég sérstaklega geta um miðhluta skógarins, á
eða kringum Prestakershöfða (Prestageirshöfði í orig.), þar sem mynd-
ast hefur þéttur og gróskulegur undirskógur, myndaður af ungum og
beinvöxnum trjám af ýmsum stærðum (ca. 1-5 fet) innanum dreifð
stærri tré (það hæsta 11 fet); en hér og þar á milli hinna blómlegu
einstaklinga í þessum brosmilda ungskógi gat að líta dauð og blaðlaus,
hálffúin tré, í sumarhitanum, sem ekki áttu annað eftir en falla að
jörðu. Þessi þétti og fagri smáskógur vex aðallega utan í smáhæðum,
sem eru grýttar eða klettóttar að ofan, eða með mólendi, sem er að
eyðast.
Eyjólfsstaðaskógur er í fjallshlíð og er talsvert mikill um sig. f honum
er aðallega kræklótt birkikjarr. Hæstu trén eru 6-7 fet, en annars er
hæðin um 2 - 3 fet.
A ýmsum öðrum stöðum er lægra kjarr (1-3 fet) og sumsstaðar
rennur birkikjarrið saman við lynggróðurinn og finnst aðeins sem smá-
vaxnir einstaklingar á strjálingi í lynginu.
2) Betula alpestris (skógviðarbróðir) vex hér og þar í bland við birkið,
í Eyjólfsstaða- og Litlasandfellsskógum, og myndar smárunna.
3) Betula nana (fjalldrapi) vex einnig í bland við Eyjólfsstaðaskóginn
í smárunnum, en finnst auk þess á ýmsum stöðum sem samfeht kjarr,
lágvaxið (1-2 fet), þar sem hann er ríkjandi tegund. Ennfremur vex
hann oft í lyngmóum, gjarnan sem einkennisplanta lægðanna, en stund-
um í óverulegu magni.
Þá vil ég minnast á nokkur tré og runna, sem virðast á vissan hátt
vera bundin skóginum, þannig að þau verða stórvaxnari í skógi en
utan hans.
a) Sorbus aucuparia (reyniviður) vex aðeins í skógum, og fer hæð
hans vanalega eftir hæð birkikjarrsins. Vissulega hittast einstöku reyni-
tré á öðrum stöðum, í klettum og giljum á óaðgengilegum stöðum
(Valþjófsstaður, Grófargerði (Gilsárgil)), en þar eru þessi tré aðeins
síðustu leifar stærri skóga, er vaxið hafa á þessum stöðum. Á slíkum
stöðum sjást oft nokkrar leifar af hinum upprunalega skógi. Birki- og
reynitré geta haldist þar í langan tíma, bæði af því að menn hafa ekki
komist þar að skóginum, og af því þessir staðir eru oftast skjólgóðir.
Á Hallormsstað sá ég reynitré á skóglausu svæði, þar sem skóginum