Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Blaðsíða 149
MÚLAÞING
147
var hinsvegar hent í nærliggjandi fjöru og þar úldnaði þessi úrgangur
og spillti loftinu öllum íbúum til mikils ama. Þar sem mikill útvegur
var og mikill afli barst á land lágu óslitnar rastir af úrgangnum í flæð-
armálinu, en afar fáum hugkvæmdist að færa sér þessi verðmæti í nyt.
Greinarhöfundur segir að engu máli skipti frá hvaða sjónarmiði málið
sé skoðað, sú meðferð á fiski, sem áður er lýst, sé vanvirðuleg, óþolandi
og ófyrirgefanleg. Þá víkur hann að því að nokkur munur sé á nýtingu
sjávarafla eftir landshlutum. Er upplýst að við Faxaflóa séu sundmagar
hirtir og gerð úr þeim verslunarvara, þó að víðast hvar annars staðar
sé þeim hent. Einnig er sagt í umræddri grein að í sumum sjóplássum
sé talsvert hirt af hausum og þeir hertir og hafðir til manneldis og
gripafóðurs. Og að lokum er greint frá því að einstaka menn, sem við
sjóinn búa, hafi tekið upp þann sið að nota fiskslóg til áburðar á tún
sín og hafi sú ráðstöfun gefið góða raun.
Næst tekur sá, sem greinina ritar, sér fyrir hendur að meta hið
efnahagslega tjón sem hlýst af slíkri vannýtingu á þeim fiskafla, sem
á land berst. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að leiða megi sterkar
líkur að því að þriðjungi af andvirði alls sjávarafla landsmanna sé hent
og komi engum að notum. Er jafnframt bent á að á sama tíma og þessi
gífurlega sóun á verðmætum eigi sér stað kvarti landsmenn sáran yfir
því hvað landið sé kostarýrt.
Og þá er komið að þeim þætti greinarinnar í Austra, sem höfundurinn
sjálfur áleit mikilvægastan; ábendingar um með hvaða hætti nýta mætti
það af fiskinum, sem til þessa hafði úldnað í fjörum Austfjarða. Nú
skal vitnað orðrétt í þessi athyglisverðu skrif:
„Víðast hvar við sjó, þar sem fiskur kemur á land, hagar svo til að rækta má
upp tún. Jafnvel úr tómum urðum, sé grjótið að eins ekki of stórt til að færast
burtu, má mynda túnbletti. En til þess þarf iðni og úthald, og eptir að grjótið
hefur verið burtu fært og jarðvegurinn sléttaður, góðan áburð. Og enginn áburð-
ur er til hjá oss betri en slóg, sé rétt með það farið. Sumir hafa þann sið að
bera slógið eitt saman á jörðina og dreifa því þunnt yfir. En við það er það
tvennt athugavert, bæði að ef slógið á einum stað er þykkt, vill brenna undan
því, það er svo sterkur áburður og í annan stað fer mikið af krapti þess í loptið
og verður til einskis gangs fyrir jörðina. Til þess að hafa fullt gagn af slóginu,
verður að blanda það með mold. Skal þá safna því í gryfjur og hafa annað lag
af slógi, hitt af mold. Úr þessu verður bezti áburður, sem bera má á á haustum
og vorum sem venjulegt tað. Fyrir þá sem slétta vilja tún sín, eða jafnvel
óræktarmóa og gera tún úr, er einkar vel til fallið að bera tómt helzt nýtt og
sem kraptmest slóg undir torfið ofan á sléttuna þegar hún er full undirbúin til