Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1990, Síða 149
MÚLAÞING 147 var hinsvegar hent í nærliggjandi fjöru og þar úldnaði þessi úrgangur og spillti loftinu öllum íbúum til mikils ama. Þar sem mikill útvegur var og mikill afli barst á land lágu óslitnar rastir af úrgangnum í flæð- armálinu, en afar fáum hugkvæmdist að færa sér þessi verðmæti í nyt. Greinarhöfundur segir að engu máli skipti frá hvaða sjónarmiði málið sé skoðað, sú meðferð á fiski, sem áður er lýst, sé vanvirðuleg, óþolandi og ófyrirgefanleg. Þá víkur hann að því að nokkur munur sé á nýtingu sjávarafla eftir landshlutum. Er upplýst að við Faxaflóa séu sundmagar hirtir og gerð úr þeim verslunarvara, þó að víðast hvar annars staðar sé þeim hent. Einnig er sagt í umræddri grein að í sumum sjóplássum sé talsvert hirt af hausum og þeir hertir og hafðir til manneldis og gripafóðurs. Og að lokum er greint frá því að einstaka menn, sem við sjóinn búa, hafi tekið upp þann sið að nota fiskslóg til áburðar á tún sín og hafi sú ráðstöfun gefið góða raun. Næst tekur sá, sem greinina ritar, sér fyrir hendur að meta hið efnahagslega tjón sem hlýst af slíkri vannýtingu á þeim fiskafla, sem á land berst. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að leiða megi sterkar líkur að því að þriðjungi af andvirði alls sjávarafla landsmanna sé hent og komi engum að notum. Er jafnframt bent á að á sama tíma og þessi gífurlega sóun á verðmætum eigi sér stað kvarti landsmenn sáran yfir því hvað landið sé kostarýrt. Og þá er komið að þeim þætti greinarinnar í Austra, sem höfundurinn sjálfur áleit mikilvægastan; ábendingar um með hvaða hætti nýta mætti það af fiskinum, sem til þessa hafði úldnað í fjörum Austfjarða. Nú skal vitnað orðrétt í þessi athyglisverðu skrif: „Víðast hvar við sjó, þar sem fiskur kemur á land, hagar svo til að rækta má upp tún. Jafnvel úr tómum urðum, sé grjótið að eins ekki of stórt til að færast burtu, má mynda túnbletti. En til þess þarf iðni og úthald, og eptir að grjótið hefur verið burtu fært og jarðvegurinn sléttaður, góðan áburð. Og enginn áburð- ur er til hjá oss betri en slóg, sé rétt með það farið. Sumir hafa þann sið að bera slógið eitt saman á jörðina og dreifa því þunnt yfir. En við það er það tvennt athugavert, bæði að ef slógið á einum stað er þykkt, vill brenna undan því, það er svo sterkur áburður og í annan stað fer mikið af krapti þess í loptið og verður til einskis gangs fyrir jörðina. Til þess að hafa fullt gagn af slóginu, verður að blanda það með mold. Skal þá safna því í gryfjur og hafa annað lag af slógi, hitt af mold. Úr þessu verður bezti áburður, sem bera má á á haustum og vorum sem venjulegt tað. Fyrir þá sem slétta vilja tún sín, eða jafnvel óræktarmóa og gera tún úr, er einkar vel til fallið að bera tómt helzt nýtt og sem kraptmest slóg undir torfið ofan á sléttuna þegar hún er full undirbúin til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.