Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 10

Jökull - 01.12.1970, Qupperneq 10
Mynd 5. Þorvaldur Búason við hæðarmælingu. Fig. 5. Altitude measurements, taken as a part of a gravity survey. þykktarmælingu og skjálftamælingin. Þessi að- ferð byggist á því, að þyngdarsviðið á hverjum stað er háð þéttleika þess efnis, sem undir mæli- staðnum liggur. Því meiri sem þéttleikinn er, því sterkara verður þyngdarsviðið. Nú er þétt- leiki bergs um þrefalt meiri en íss. Þyngdar- sviðið er því háð þykkt jökulsins á sérhverjum stað. Því þykkari sem jökullinn er, því veikara verður þyngdarsviðið miðað við sömu hæð. Þyngdarsviðið er hins vegar einnig háð hæð staðarins. Því verður að mæla hæðina með mik- illi nákvæmni, helzt má ekki skeika nema broti úr metra. Loks þarf þykkt jökulsins að vera þekkt i einum mælipunkti. LEIÐANGUR Á BÁRÐARBUNGU SUMARIÐ 1969 Megintilgangur leiðangursins á Bárðarbungu sumarið 1969 var tvíþættur: 1) að reyna að bora enn dýpri holu með bræðslubornum en tekizt hafði sumarið áður og 2) að grafa og bora með snúningsbor í gegnum sem flest ár- lög í hjarni jökulsins, því að sýni tekin með bræðslubornum úr hjarninu er ekki unnt að nota til tvívetnismælinga. Lagt var af stað frá Reykjavík 24. maí kl. 9. Ferðin inn í Jökulheima gekk mjög greiðlega, enda var nú í fyrsta skipti í slíkum leiðangri ekið yfir Tungná á hinni nýju brú við Sigöldu. Þarna var allstór hópur á ferðinni, því að auk Bárðarbungufara var annar leiðangur á vegum Jöklarannsóknafélags Islands og Raunvísinda- 8 JÖKUL.L 20. ÁR stofnunar Háskólans að leggja á Vatnajökul undir stjórn Carls J. Eiríkssonar og Braga Árnasonar. Einnig var hópur úr Flugbjörgunar- sveitinni að leggja í þjálfunarferð á jökulinn og Guðmundur Jónasson með hóp ferðamanna. Daginn eftir var haldið á jökulinn, og gekk mjög greiðlega að komast upp á jökulbrúnina. Þegar komið var tæplega hálfa leið að Gríms- vötnum, skildu leiðir og héldu Bárðarbungu- farar í norðurátt. Leiðangursstjóri þeirra var Páll Theodórsson, en auk hans voru í þessum leiðangri Hörður Hafliðason, Magnús Eyjólfs- son og Oddur Benediktsson. Sunnudagskvöldið og aðfaranótt mánudags var ekið upp á Bárðarbungu og tjaldað þar snemma morguns í svartaþoku. Um hádegið vöktu sólargeislar leiðangursmenn og kom þá í ljós, að hábungan var um tveimur kílómetrum norðar. Var nt'i haldið þangað og bækistöð sett upp nokkur hundruð metra suðaustur af há- brún Bárðarbungu. Var slegið upp „borskála", gömlu jöklatjaldi, þar sem gat hafði verið skor- ið í botn tjaldsins fyrir borinn. Var borun haf- in með bræðslubornum kl. 17 þennan dag, 26. maí. Var bræðsluborinn síðan stöðugt í gangi fram til 4. júní, en þá var hann kominn niður á 108 m dýpi. Var unnið á vöktum. Gekk bor- unin greiðlega, meðan borað var í hjarni, og tók ekki nema um 20 klukkustundir að bora fyrstu 34 metrana, en þar tók samfelklur ís við. Dró þá mjög úr borhraðanum, enda bræðir borinn þá meira og minna út frá sér. Verður holan þá mun víðari og kjarninn grennri. Oft bráðnaði mestur hluti kjarnans. Dró þetta að sjálfsögðu töluvert úr gildi kjarnans. Stundum fengust mjög góðir kjarnar, en ekki er enn ljóst, hvers vegna árangurinn gat verið svo mis- jafn. Einn markverðasti árangur þessarar borunar voru tvö öskulög, sem fundust í hinum slitr- ótta ískjarna, hið fyrra á 80 m dýpi, en hið síðara á 101 m dýpi. Fyrra öskulagið var ör- þunnt, 100—200 örsmá korn, sem lágu nokkuð jafnt dreifð í láréttu lagi. Þrátt fyrir svo lítið öskumagn, sást lagið mjög greinilega í tærum ísnum. Síðara öskulagið var hins vegar töluvert þykkara, en kjarninn var þar mjög grannur. Út frá þrivetnismælingum má fara nokkuð nærri um aldur íssins á mismunandi dýpi, og má af því ráða, að efra öskulagið sé frá gosinu í Grímsvötnum árið 1934 og hið neðra frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.