Jökull - 01.12.1970, Síða 23
kvæmari er að mæla langsnið á jöklinum. Slík-
ar mælingar eru þó vissulega nokkurs virði, því
að ætla má, að á stórum reglulegum jöklum
eins og Tungnaárjökli sé afkoman á stórum
svæðum jöfn í sömu hæð. Æskilegt er því, að
langsniö séu mæld sem lengst upp á jökul.
Rennslismælingar við jökla eru víða vel fram-
kvæmanlegar, og væri fuli ástæða til að kanna,
hvort nota mætti síðasttöldu aðferðina. Aug-
ljósir vankantar eru óvissan um vatnaskil á
jökli og, að regnmælingar á hálendinu eru hald-
litlar eða engar. Með þvi að beita saman vatna-
og landmælingaaðferð má kannski fá einhverja
mynd af búskapnum um nokkurra ára bil.
Einnig mundi samanburður á vatnafræðilegum
eiginleikum jökulvatna og jökulþakins vatna-
sviðs geta veitt mikilvægar upplýsingar unr jökla-
breytingar og hlut jökla í vatnsforða og rennslis-
háttum hér á landi. Norðmaðurinn Olav Rog-
stad (1941) mun einna fyrstur hafa beitt slíkri
aðferð við jöklamælingar.
Skyldleiki jöklafræðinnar við snjó- og vatna-
fræði er augljós. Mæliaðferðir við könnun á
snjómagni á hálendi eru hinar sömu og í fyrst-
nefndu aðferðinni við afkomumælingar. Enn
nánar sést skyldleikinn, þegar gáð er að orku-
skiptum lofts og snjós og reikna skal snjóbráðn-
un frá jöklum og hálendi.
ORKUSKIPTI LOFTS OG JÖKULS
Oft heyrist því fleygt, að veðurfar hafi farið
versnandi síðasta áratug og nú muni jöklar
vaxa. Hvorugt má fullyrða að ókönnuðu máli.
Þótt jöklar virðist enn hopa, afsannar það held-
ur engan veginn, að veðurfar fari versnandi.
Alyktanir eru dregnar af grun um kólnandi
veðurfar. Hafís hefur heimsótt okkur, og kal er
í túnum. Nær kjarna málsins komumst við með
því að kanna, hvort sumur hafi stytzt og kóln-
að og vetrarúrkoma hafi aukizt. Ljóst er, að
litlu skiptir jökla, hvort vetur kólna. Hins veg-
ar munar miklu, að seint vori, haustmánuðir
kólni og fljótt snjói á jökla. Raunar er óvíst,
að greina megi slíkar breytingar á venjulegum
veðurathugunum, að fullyrða megi, að afkoma
jökla vaxi. Einfaldast og tryggast er að mæla
afkomuna á jöklunum. Af Mynd 4 d og e má
sjá, að á áratugnum 1930—40 virðist að jafnaði
vetrarákoma hafa minnkað og sumarhiti aukizt.
Því má ætla, að afkoma jökla hafi þá versnað.
Frá stríðsárum virðist hins vegar sumarleysing
hafa farið minnkandi og athyglisverð er vís-
bending um, að vetrarákoma hafi aukizt á ára-
tugnum 1950—60. (Höfundur vinnur nú að nán-
ari úrvinnslu þessara gagna). Allar slíkar hug-
leiðingar byggja á tölfræðilegri túlkun, því að
enn höfum við ekki skyggnzt inn í hina raun-
verulegu atburðarás.
Fullur skilningur á eðlisfræðilegu samhengi
veðurfars og afkomu jökla fæst fyrst, þegar
beitt er búveðurfræðilegum rannsóknum á orku-
skiptum lofts og jökuls. Erfitt er að koma við
slíkum mælingum allan ársins hring, en mestu
varðar, að þær séu gerðar á leysingartímanum.
Þeir orkustraumar, sem mæla þarf á sumrin á
þíðum jöklum eru geislun, varmaorka (sensible
heat) og varmastreymi við flutning vatnseims
(latent heat, þéttivarmi). Með einföldum reikn-
ingi má sjá, að varmi frá regni hefur hverfandi
lítil áhrif, nema þegar regn fellur á snjó, sem
er undir frostmarki. Til mælinganna þarf geisl-
unarmæla. Vindhraði, lofthiti og loftraki eru
mældir í nokkrum hæðum yfir jökli, og finnst
þá fallandi þessara stærða. Þannig má reikna út
bráðnun á mælistað og finna, hve mikill hlutur
hvers hinna þriggja þátta er. Slíkar athuganir
voru gerðar á Bægisárjökli sumrin 1967 og
1968. Seinna sumarið skiptist sumarleysing frá
1. júlí til 8. ágúst þannig: 56% geislun, 29%
varmastreymi og 15% þéttivarmi. Til saman-
burðar má geta þess, að H. W:son Ahlmann
og Sigurður Þórarinsson (1943) áætluðu með
tölfræðilegum líkingum, að hlutur geislunar í
sumarleysingu á sunnanverðum Vatnajökli væri
um 10% neðst á jökli, en yxi upp að 40% efst
á ákomusvæðinu. Niðurstöðurnar benda til
þess, að skýr munur sé á orkuskiptum á Norð-
ur- og Suðurlandsjöklum. Varasamt er þó að
draga nánari ályktanir af svo litlum gögnum.
Hins vegar er ljóst, að varmastreymi og þétti-
varmi eru meiri þar, sem hlýtt er, rakt og hvass-
viðrasamt, en þar, sem svalt er og lygnt. Geisl-
un á víðast hvar stærstan þátt í leysingunni.
Á Islandi getur aska borizt inn yfir jökla og
dregið mjög úr endurkasti sólargeislunar. Sú
rýrnun jökla, sem af því getur hlotizt, á sér því
ekki beinar veðurfræðilegar orsakir.
Áður hefur verið bent á, að ákomumælingar
á jöklum sýna, hvort breytingar verða á veður-
fari. Breytingar á orkuskiptum mundu sýna
hvers eðlis þær veðurfarsbreytingar væru.
JÖKULL 20. ÁR 2 1